Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 78
Tímarit Máls og menningar
og aðrar persónur. Ég læt mig í svipinn engu skipta, hvað leikgerðin sjálf
er talin vera. Hún kann að vera Vél sögunnar, forlögin, mannlegt hlut-
skipti, allt eftir því hvernig menn vilja skoða Hamlet. Hamlet er leikrit
um nauðungar-kjör, og þar er lykillinn að nútíma-túlkun þess.
Konungurinn, drottningin, Póloníus, Rósinkrans og Gullinstjarna eru
þegar glöggt skilgreind af kjörum sínum. Þetta kunna að vera sorgleg
kjör, eins og þegar um drottninguna er að ræða, eða kátleg, eins og þegar
Póloníus á í hlut. En persóna og kjör eiga nána samleið. Kládíus leikur
ekki hlutverk morðingja og konungs. Hann er morðinginn og kóngurinn.
Póloníus leikur ekki hlutverk ráðríks föður og konungsráðgjafa. Hann er
hinn ráðríki faðir og ráðgjafi konungsins.
Oðru máli gegnir um Hamlet. Hann er meira en ríkiserfinginn, sem
reynir að koma sjálfur fram hefndum fyrir morðið á föður sínum. Kjörin
gera ekki grein fyrir Hamlet, að minnsta kosti ekki svo til hlítar, að vafa-
laust sé. Kjör hans hafa verið á hann lögð. Hamlet tekur þeim, en sam-
tímis rís hann gegn þeim. Hann tekur við hlutverkinu, en hann er handan
þess og yfir það hafinn.
A námsárum sínum hafði Hamlet þaullesið Montaigne. Hann er með
bók Montaignes í höndum eða elta miðalda-vofuna á varðstétt Helsingja-
eyrar-kastala. Vofan er naumast horfin þegar Hamlet skrifar á blaðrönd
bókarinnar „að fantur getur leynzt á bak við bros“. Shakespeare hefur
hrundið hinum gaumgæfasta af lesendum Montaignes aftur í lénsheiminn.
Hann hefur einnig lagt fyrir hann gildru.
„Drengtemr með bók í hendi...“ Þannig var það sem Stanislaf Vis-
pjanskí lýsti Hamlet árið 1904; en hann var málari, leikskáld og sviðs-
teiknari, sem Gordon Craig kallaði fjölhæfasta listamann leiksviðsins.
Vispjanskí lét Hamlet hinn pólska hringsóla um renisans-svalir konungs-
kastalans í Kraká. Hin sögulega leikgerð lagði þá skyldu á herðar Hamlet
hinum pólska í upphafi aldarinnar, að berjast fyrir frelsi þjóðarinnar. Sá
tiltekni Hamlet las einkum pólsk rómantísk skáld og Nietzsche. Hann varð
að þola vanmátt sinn sem eigin ávirðingu.
Sérhver Hamlet er með bók í hendi. Hvaða bók les nútíma-Hamlet?
Hamlet á sýningunni í Kraká síðla hausts 1956 las einungis dagblöð.
Hann hrópaði: „Danmörk er dýflissa“, og vildi bæta heiminn. Hann var
uppreisnargjarn hugsjónamaður, og lifði aðeins til að starfa. Hamlet í
Varsjár-sýningunni 1959 var afmr fullur af efasemdum; og afmr var hann
„drengbjálfi með bók í hendi ...“. Vér getum séð hann fyrir oss í svartri
300