Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 84
Ernest Hemingway
Dagsbið
Eitt algengasta stefið í sagnalist E. Hemingways er ótti og æðruleysi andspænis
dauðanum. Tilbrigði þess stefs eru ótalmörg. Hér er eitt, í því er maðurinn níu
ára drengur. — Þýð.
Hann kom inn í herbergið til að loka glugganum áður en við fórum á
fætur og ég sá að hann var lasinn. Hann skalf, andlitið var náfölt og
hann gekk hægt eins og hann fyndi til við hvert spor.
„Hvað er að þér, Schatz?“
„Eg er með hausverk.“
„Þú ættir að skríða aftur upp í bólið.“
„Nei, það er ekkert að mér.“
„Farðu í rúmið, ég kem til þín þegar ég hef klætt mig.“
En þegar ég kom niður var hann alklæddur, hann sat við eldinn, veikur,
níu ára drengur, og honum leið illa. Eg fann um leið og ég lagði höndina
á ennið á honum, að hann var með hita.
„Farðu í rúmið,“ sagði ég, „þú ert veikur.“
„Það er ekkert að mér,“ sagði hann.
Þegar læknirinn kom, mældi hann í honum hitann.
„Hvað er hann hár?“ spurði ég.
„Hundrað og tvær gráður.“
Læknirinn skildi eftir þrennskonar meðöl niðri, þetta voru mislit hylki
og leiðbeiningar hvernig átti að taka þau inn. Eitt var til að ná niður hit-
anum, annað til að drepa sýklana, það þriðja til að eyða súrnum. Inflúensu-
sýklar þrífast bara í súru, útskýrði læknirinn. Hann virtist vita allt um
inflúensu og sagði, að það væri ekkert að óttast ef hitinn færi ekki yfir
hundrað og fjórar gráður. Það var smá flensa að ganga, ekki hættuleg ef
maður varaði sig á lungnabólgunni.
Þegar ég kom aftur inn til drengsins, skrifaði ég niður hitann og hve-
nær hann ætti að taka inn hylkin.
306