Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 98
Tímarit Máls og menningar
fund. Kristján Jónsson hinn nýkjörni ráðherra sótti fundinn. Flokksmenn
hans fyrverandi báðu hann að ganga af fundi, þegar hann hafði dvalið
þar nokkra stund, svo að þeir gætu ráðið ráðum sínum. Fór hann þá af
fundi, en þeir gerðu hann rækan úr flokknum, þegar hann var farinn
með 16 samhljóða atkvæðum. Isafold sendi út fregnmiða þ. 12. og aptur
þann 13. með ásökunum til Kr. Jónssonar að hann bryti þingræðið, þá
var og boðað tii kjósendafundar þriðjudagskveld kl. 9 e. h. fyrir sjálf-
stæðismenn og landvarnarmenn og loks var prentuð þingsálykmnartil-
laga (þskj. 188 n.d.). Flutningsmenn: Skúli Thorodden, Bjarni Jónsson
frá Vogi, Sigurður Gunnarsson, Jón Þorkelsson, Jón Jónsson frá Hvanná,
Þorleifur Jónsson og Benedikt Sveinsson.
Neðri deild ályktar, að lýsa yfir vantrausti sínu á Kristjáni háyfirdómara
Jónssyni sem ráðherra.
Er talið efasamt hvort hún muni merjast fram, veltur á einu atkvæði,
Björns Þorlákssonar þingm. Seyðisfjarðar; sagt hann hafi fyrir nokkrum
dögum komið heim til fornvinar síns Kr. Jónssonar til þess að tjá honum,
að hann vildi hafa Kristján fyrir ráðherra, en gjörðist samt einn af
stuðningsmönnum Skúla til ráðherratignar. Þann 13. um kveldið fór
Pjetur Jónsson bróðir Kristjáns að finna biskup Þórhall Bjarnarson til
þess að biðja hann að reyna að tala við Björn og koma vitinu fyrir hann;
en vansjeð hvort það kemur að nokkru haldi.
I morgun (þann 13.) kom Björn Jónsson ráðh. upp í stjórnarráð og
spurði hvort hann mundi enn vera ráðherra; landritari játti því, og skip-
aði hann þá að gefa út skipunarbrjef fyrir Olaf Eyjólfsson sem gjaldkera
samábyrgðarfjelagsins. Landritari kvaðst mundi gera það, en vakti um
leið athygli hans á þingsályktunartillögu e.d. um innsetningu Kr. Jóns-
sonar og spurði hvort ekki væri rjett að fullnægja henni um leið, en
Björn kvað hana vera einbera lögleysu og kvaðst ekkert vilja sinna henni.
A morgun mun eg fá sannar fregnir af fundinum í Iðnaðarmannahúsinu,
svo og af umleitunum biskups við síra Björn.
För Pjeturs til biskups reyndist árangurslaus. Biskup leit svo á sem
hann mundi ekki fá þar neinu áorkað, því hann þekkti Björn svo lítið,
og hins vegar leizt honum svo á sem rjett hefði verið að gefa Skúla kost
á að spreyta sig.
320