Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 99
Ráðherravalið 1911
Þingrœðisbroti mótmœlt
Af fundinum í Iðnaðarmannahúsinu þann 14. mars má vísa til hins
officiella referats eða skýrslu Isafoldar þ. 15. mars 1911: Mótmæli höfuð-
staðarins gegn þingræðisbrotinu. En auk þess hefi eg fengið privat referat
af fundinum og er þetta hið helzta:
Olafur Olafsson fríkirkjuprestur mælti meðal annars:
Þar eð Kristján Jónsson hefir ekki að baki sjer meiri hluta þjóðkjörinna
þingmanna og ekki meiri hluta þings, en hefir verið útnefndur af konungi
sem ráðherra, hefir konungur eða konungsvaldið þar með troðið undir fót-
um sjer hið dýrmætasta og helgasta sem vjer eigum þingræðið. Það er
dauðasynd fyrir hvern og einn að taka að sjer ráðherraembætti undir þessum
kringumstæðum. Vjer eigum að leggja allt í sölurnar fyrir þingræðið; því
verðum við nú fremur en nokkru sinni áður að standa sem einn maður og
segja með þjóðmæringnum, sem á nú bráðum aldarafmæli: Vjer mótmælum
allir því gjörræði, að þingræði vort sje troðið undir fótum af dönsku kon-
ungsvaldi.
Verði kosningar í haust, þá göngum við útí kosningabaráttuna með meiri
sigurvon en við höfum nokkurn tíma gert áður. Vjer verðum að hrinda af
oss danska valdinu, ef við viljum heita Islendingar.
Skúli Thoroddsen:
Meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna á að ráða hver verður ráðherra; ef það
er ekki gjört, þá er það hreint og beint brot á þingræði voru, og það hefir
nú verið gjört af danska konungsvaldinu.
Síðan skýrði hann frá símskeyti því, er hann (forseti sam. þings) og
Sigurður í Vigur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði sent konungi, sbr.
Isafold, og bætti svo við:
Ef það á að viðgangast, að konungur troði þingræði vort undir fótum sjer,
þá dregur þar með úr öllum framkvæmdum þjóðarinnar til farsældar; því
heimtum vjer að þingræðið sje haldið. Jeg lít svo á, ef nokkur tekur við
ráðherraembætti án þess að styðjast við meiri hluta, sje það beint brot á
ábyrgðarskyldu þeirri er á ráðherra hvílir.
Jón Þorkelsson kvað nauðsynlegt að mótmæla þessu gjörræði og
berja til baka þá árás, er gerð hefir verið af konungsvaldinu á sjálfstæði
vort (sbr. og ræðu hans í ísafold).
2 1 TMM
321