Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 100
Tímarit Máls og menningar
Þórður Sveinsson frá Kleppi:
Danir gjöra nú ótvíræða árás á okkur Islendinga með því að brjóta þing-
ræðið. Konungkjörnu þingmennirnir eru danskir fulltrúar, er nú sitja á þingi
samkvæmt efasömum rjetti. Danir gjörðu fyrst tilraun til að innlima okkur
og svo að drepa þingræðið.
Gísli Sveinsson:
Nú sjá menn mót á hversu gott það er fyrir okkur að vera í sambandi við
Dani; þetta er að eins forspil, ef vjer stöndum ekki á verði (samanber fyllra
í Isafold).
Ræðuágrip Bjarna Jónssonar sjá ísafold og sömuleiðis Sigurðar Hjör-
leifssonar; en þó má þess geta, að Sigurður Hjörleifsson sagði, að konungi
væri ekki einum að kenna, að þingræðið var brotið, heldur muni hon-
um því miður hafa borizt skeyti frá öðrum, er ekki hafi skýrt rjett frá;
en þó liggur mesta sökin á honum því hann á að trúa forseta sameinaðs
þings og formanni flokksins.
Þórður Sveinsson:
Kr. Jónsson mun hafa tekið við ráðherraembættinu af hefnd. Þingmenn mega
ekki heykjast í þessu máli eða stinga höfði undir borð. Vér mótmælum allir
að hafa á þingi roðhænsni, skræfur, moðhausa, hengilmænur o. s. frv. Jeg
vil ekki baða þannig lagaða sauði, heldur skera niður, þ. e. reka þá af þingi.
Hvað gjöra þingmenn ef vantraustsyfirlýsingin verður feld?
Jón Þorkelsson svaraði fyrirspurn þessari, sbr. ísafold. Ræða Magnúsar
Blöndahls sjá einnig Isafold. Ræða Matthíasar Þórðarson sjá Isafold
sem og ræðu síra Sigurðar Stefánssonar í Vigur, [sem] gat þess eptir
því sem Isafold hermir, að fyrir hefði legið skrifleg yfirlýsing frá 18
þingmönnum að styðja Skúla og vottfast frá hinum 19., að hann fylgdi
meiri hluta þjóðkjörinna þingmanna. Magnús Blöndahl skýrði frá síma-
fregnum heimastjórnarmanna.
Skúli Thoroddsen:
Hannes Þorsteinsson hefir játað fyrir mjer, að hann hafi sunnudagsmorgun
sent konungi svolátandi skeyti:
„Skúli Thoroddsen hefir 19 atkvæði, en Kr. Jónsson mun fá öll hin.“
322