Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 110
Tímarit Máls og menningar
ekki með einu orði, eins og áður er vikið að. Hins vegar heldur Morgun-
blaðið því fram að tiltölulega fámennur hópur vinstrisinnaðra kennara
reki pólitískan áróður í skólum. Röksmðningur þeirrra Morgunblaðs-
manna er býsna sérkennilegur, t. d. álykta þeir að eina hugsanlega ástæð-
an fyrir því að nemendur, sem notið höfðu líffræðikennslu á Hallorms-
stað, tóku allir afstöðu á móti stóriðju á Islandi sé sú að kennarinn hafi
haft í frammi pólitískan áróður í kennslustundum.
Annað dæmi um rökfærslu Morgunblaðsins varðar kennslu í íslenskum
bókmenntum. I grein Morgunblaðsritstjóranna (12), þar sem þeir láta
sem svo að þeir svari þremur kennurum er fengu birtar greinar á síðum
blaðsins, vitna þeir í lista í grein Arnar Olafssonar (11) yfir 15 höfunda
sem ásamt öðrum eru lesnir í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Af þess-
um lista, sem ekki er tæmandi, tína ritstjórarnir upp nöfnin Thor Vil-
hjálmsson, Guðbergur Bergsson og Svava Jakobsdóttir og telja þau sönn-
un þess að bókmenntakennsla sé notuð til að draga fram hlut vinstri-
sinnaðra rithöfunda og að skólakerfið sé misnotað í þágu þeirra.
Sem þriðja dæmi um röksemdir Morgunblaðsmanna má taka skrif
þeirra um félagsfræðikennslu í Kópavogi þar sem bæklingur frá Fylk-
ingunni var notaður sem lesefni. Notkun þessa lesefnis, ásamt stjórn-
málastarfi kennarans í Fylkingunni, telja þeir rök fyrir því að kennar-
inn hafi rekið pólitískan áróður í kennslunni, án þess að þeir skýri nokk-
uð frá því hvernig þetta lesefni var notað í kennslunni og hvaða annað
lesefni frá öðrum stjórnmálasamtökum var líka notað. Rangfærslurnar
eru augljósar. En Morgunblaðið hefur löngum notið þess að ekki eru
alllir lesendur jafn athugulir eða minnugir og að erfitt er að leiðrétta ó-
sannsögli þessa blaðs eftir að henni hefur verið dreift yfir landslýð allan
að heita má, bæði með blaðinu og upplestri forystugreina í ríkisútvarpinu.
I skrifum sínum telja Morgunblaðsmenn mesta hætm á pólitískum
áróðri vinstrisinnaðra kennara í kennslu í þjóðfélagsfræða (félagsvísinda)
og samtímabókmennta. Er á leið bættist svo líffræði við. Það er eftir-
tektarvert hvað það var í líffræðikennslunni sem hvekkti Morgunblaðs-
menn. Það var þegar farið var að tengja kennsluna við samtímann og
umhverfi nemenda hér á Islandi. I þessu tilviki var fjallað um samhengi
stóriðju við hina eðlilegu hringrás í lífríkinu.
Það gengur eins og rauður þráður gegnum blaðaskrif Morgunblaðs-
manna um þessi mál að þegar fjallað er í kennslu, hvort sem það er í
þjóðfélagsfræðum, bókmenntum eða líffræði, um samtímann, kennslan
332