Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 116
Tímarit Mdls og menningar
Skilningurinn á skólnnum
í reitasamfélaginu sem Habermas lýsir eiga skólarnir sér markaðan bás.
Þeir eru tæki ríkisvaldsins eða hins opinbera til að leggja hugmynda-
fræðilegan grundvöll. Eru lesendur beðnir velvirðingar á að hér er ekki
talað um að reka áróður, þótt vitanlega sé um það að ræða að skólunum
er ætlað að innræta nemendum „réttan“ grundvallarskilning á þjóðfélag-
inu og byggingu þess. Og varla þarf að taka fram að þessi skilningur er
„réttur“ að mati ríkjandi stétta. „Skólar eru ekki áróðursmiðstöð heldur
upplýsingamiðstöð“ stóð í áðurnefndri ritstjórnargrein Morgunblaðsins.
Ekki þurfum við að vera í vafa um hver er hæfur til að leggja mat á
hvaða upplýsingar eru „réttar“ að skilningi þess blaðs.
Orðið „upplýsingamiðstöð" lýsir reyndar merkilegu viðhorfi. Samkvæmt
notkun þess í Morgunblaðinu er til ákveðið magn (óbreytanlegra?) upp-
lýsinga — svo kallaðra staðreynda — sem skólunum er ætlað að miðla.
Að þessari hugmynd skal ég víkja síðar.
í stystu máli má segja að hlutverk skólanna verði samkvæmt hinum
borgaralega sjálfsskilningi að varðveita óbreytt ástand. Það liggur í hlut-
arins eðli að skólakerfi, sem er „tæki“ hins opinbera, getur ekki og mun
ekki miðla upplýsingum sem gera menn gagnrýna á samfélagsskiining
ráðandi stétta. Það skólakerfi, sem við höfum búið að hingað til, hefur
verið býsna vel vaxið varðveisluhlutverkinu, ekki síst að því er tekur til
stéttagreiningar. Með margbrotnu síukerfi hafa sauðirnir verið skildir frá
höfrunum: Barnapróf, landspróf, stúdentspróf — allt voru þetta síur sem
sigtuðu vel, en þó hélt háskólinn áfram, og loks kom aðeins örlítill hluti
hvers árgangs gegnum síðustu síuna: embættisprófið. Þetta var sá hluti
sem til þess var valinn að stjórna landinu. Það breytir engu um þessa
meginlínu, þótt benda megi á einstaklinga sem komist hafa langt með
því að fara fram hjá kerfinu. Þeir hafa flestir eða allir fundið sér aðra
aðferð til að tileinka sér þær „upplýsingar“ sem ritstjórnargreinin góða
talaði um.
Hér skal ekki reynt að tímasetja það hvenær fór að örla á að skóla-
kerfið streittist gegn þeim skilningi sem hér var lýst. Auðvelt er að benda
á að gríðarleg útþensla hefur orðið á menntaskólastigi á síðasta áratug.
Það eru aðeins tíu ár síðan stofnaður var menntaskóli númer tvö á höfuð-
borgarsvæðinu (Menntaskólinn við Hamrahlíð). Með þeirri stofnun er
338