Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 118
Tímarit Máls og menningar
á að halda ákveðnum forða upplýsinga, eigi þeir að geta orðið virkir
þátttakendur í mannlífinu, svo flókið sem það er orðið. Hins vegar ligg-
ur hættan við upplýsingaskólann í því að þar sé ekki gerður greinarmunur á
því sem kalla má óbreytanlegar staðreyndir annars vegar og hins vegar
afstæðar staðreyndir eða breytanlegar — og þá jafnvel í þriðja lagi því
sem kalla mætti „sannleika“ sem alltaf er háður aðstæðum og á raun-
verulega ekkert skylt við staðreyndir. Til að skýra þessa greiningu má
taka dæmi.
Það er væntanlega óbreytanleg staðreynd að Jónas Hallgrímsson hafi
fæðst árið 1807, dáið árið 1845. A sama hátt mun Brynjólfur biskup
Sveinsson hafa litið á það sem staðreynd að Sæmundur fróði hafi kveðið
Eddukvæðin. Breytt þekking hefur kippt öllum fótum undan þessari
staðreynd og leggur nú enginn trúnað á hana. Mörg góð dæmi um breyt-
ingar staðreynda með aukinni eða nýrri þekkingu rekur Þorsteinn Vil-
hjálmsson í annarri grein í þessu riti. — Þriðja upplýsingategundin, sann-
leikurinn, væri þá fullyrðingar af þeirri gerð að „Guðbergur Bergsson
er merkasti höfundur okkar nú“. Þetta er fullyrðing sem fremur styðst
við trú en staðreyndir og reyndar ástæðulaust að fjölyrða hér um upp-
lýsingamiðlun sem flytti mönnum þesskonar staðreyndir!
Þróun upplýsingaskólanna virðist hafa orðið sú, að þar var miðlað
staðreyndum sem í besta falli voru staðreyndir þegar þeim var miðlað,
venjulega þó gildar þegar kennararnir eða kennslubókahöfundarnir voru
á besta aldri. Hins vegar leyfi ég mér að fullyrða að upplýsingaskólinn
hafi ekki miðlað þeirri þekkingu og þeim skilningi sem til þurfti að
gera sér grein fyrir hvenær breytanleg staðreynd var ekki lengur í gildi.
Þetta var og er alvarlegasti agnúi slíkrar stofnunar. Allmargir forráða-
menn skóla hafa á undanförnum árum verið að gera sér Ijóst mikilvægi
þessa skilnings, þessarar þekkingar. Þeim hefur skilist að verulegur hluti
mikilvægustu „staðreyndanna“ eru einmitt breytanlegar, og þar með að
sú þekking, sem einhverju máli skiptir fyrir hvern einstakling, er þekk-
ingin sem gerir hann dómbæran á slíkar staðreyndir.
Þessa skilnings er þegar farið að gæta í íslenskum skólum. Nýjar náms-
greinar eru teknar upp. Ymiskonar samfélagsfræði er komin á náms-
skrár. Vistfræði er að hefjast til vegs. Og gamlar greinar eru að breytast:
Náttúrufræði tengist allt í einu meira við lífið í kringum okkur en nátt-
úrusöguna. Bókmenntir síðustu ára, jafnvel síðasta árs, eru ekki lengur
hættulegar. Eg skal nefna eitt dæmi af því það er sjálfum mér nærri.
340
»