Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 119
Skólar og skilningur
Skáldsaga Péturs Gunnarssonar, Punktur, punktur, komma, strik, kom
út síðla árs 1976. Þegar með vormisseri 1977 var hún komin á lestrar-
skrá sumra skóla. Meðan bókmenntakennarar litu svo á að hlutverk
þeirra væri að miðla staðreyndum um bókmenntasögu og litu þar með
raunverulega á þekkinguna sem óbreytanlega (konstant), hefði umfjöllun
þessarar bókar verið óhugsandi. Allir vita að okkur skortir yfirsýn, per-
spektíf, yfir það sem næst okkur liggur í tíma. Þótt undirritaður hafi
þannig átt hlut að því að taka nefnda skáldsögu til kennslu, er honum
vel ljóst að hvorki hann né aðrir geta á þessu stigi um það dæmt hvort
Punkturinn verður sú saga sem síðari kynslóðir minnast af bókum ársins
1976 — né heldur hvort þær minnast yfirleitt nokkurrar. En ég fagna inni-
lega þeirri breytingu sem orðið hefur á viðhorfum til bókmennta og
bókmenntakennslu. Það er ekki lengur staðreyndakunnátta og upplýs-
ingamiðlun sem mestu skipta, heldur skilningurinn, sá skilningur sem ger-
ir einstaklinginn færan um að meta hvað sé einhvers virði fyrir hann
sjálfan. Og hvar er þá eðlilegra að byrja en einmitt í næsta nágrenni í
tíma og rúmi? Sá sem aldrei skilur það sem nálægt er, mun heldur aldrei
skilja hið fjarlæga.
En þessi breyting á viðhorfinu til þekkingarinnar og viðhorfinu til
hlutverks skólanna leiðir ósjálfrátt til þess að líkanið af sjálfsskilningnum
fer að gefa sig á límingunni. Bókmenntir tengjast allt í einu öðrum
sviðum en menningarsviði og tilfinningasviði. Náttúrufræði verður póli-
tísk grein (hér skal ekki reynt að elta ólar við þá bábilju að umhverfi
manns geti verið ópólitískt). Og um leið og þessar breytingar verða,
kunna nemendur að fá annan skilning á tilverunni en ætlast var til, eða
öllu fremur: Þeir verða hæfari til þess að taka afstöðu til hins borgara-
lega sjálfskilnings. Og þetta gerist ekki vegna hinna ótrúlegu áróðurs-
hæfileika kennarastéttarinnar, eins og Morgunblaðsritstjórar virðast trúa1,
heldur vegna þess að staðreyndirnar eru ekki lengur óbreytanlegar, ver-
öldin ekki heldur. Þess vegna óttast svarthöfðar. Þess vegna hrópar
Morgunblaðið á stöðubann.
1 Það er reyndar merkilegt að foreldrar sem árum og áraugum saman hafa reynt
að innræta börnum sínum ákveðnar skoðanir — án árangurs — ímynda sér að
kennarar leiki sér að því að koma hverskonar innrætingu fram!
341