Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 123
Þekkingin er þjóðfélagsafl um grundvallarstærðum, svo sem hraða ljóssins og þyngdarstuðlinum sem kemur fyrir í þyngdarlögmáli Newtons. Hefðbundin eða klassísk eðlisfræði (þ. e. aflfræði Newtons ásamt rafsegulfræði o. fl. greinum sem þróuðust á 18. og 19. öld) felur í sér ýmis einkenni sem hafa ýtt undir hugmyndir af þessu tagi. M. a. fela þessi fræði í sér stranga löghyggju eða orsakahyggju (determínisma): Allir atburðir eru taldir eiga sér orsakir og afleiðingar sem hægt sé að rekja. Löghyggjunni verður einna best lýst með hugmyndinni um svo- kallaðan anda Laplace. Franski vísindamaðurinn Laplace hugsaði sér anda eða heila sem fengi að vita allt um stað og hraða allra efnisagna á ákveðnu andartaki. Andinn gæti þá sagt fyrir um alla hreyfingu efnis- ins bæði í fortíð og framtíð. Eini fyrirvarinn er sá að andinn sé nógu afkastamikill til að komast yfir þetta mikla verkefni. Fyrir slíkum anda væri ekkert á huldu: liðnir tímar og ókomin ár væru sem opin bók fyrir hugskotssjónum hans. Eins og ég hef tæpt á hefðu flestir vísindamenn á 19- öld samsinnt þeirri einföldu heimsmynd og lífsskoðun sem krystallast í hugmynd Laplace. Svipuð viðhorf komu einnig fram í heimspeki þessara tíma. Karl Marx var líka hallur undir löghyggjuna og beitti henni hlífðarlaust á þróun samfélagsins eins og ég vík að síðar. Þótt mönnum virtist eðlisfræði 19. aldar vera að komast á leiðarenda sannaðist enn hið fornkveðna að Adam var ekki lengi í Paradís. Strax um aldamótin fóru að koma fram uppgötvanir og hugmyndir sem féllu ekki inn í hið lokaða kerfi og skal nú vikið nánar að þeim. Afstœðiskenningin í upphafi þessarar aldar setti Alhert Einstein fram hina frægu afstæðis- kenningu. Með henni er sýnt fram á að aflfræði Newtons hefur ekki eins víðtækt gildi og áður var talið, heldur tekur aflfræði afstæðiskenn- ingarinnar við af henni og lýsir raunveruleikanum betur þegar þessar tvær kenningar greinir á svo að mælanlegt sé. Svo er t. d. þegar hraði hluta nálgast ljóshraðann eða þeir eru undir verulegum áhrifum þyngdar- krafta og er þá nauðsynlegt að beita afstæðiskenningunni til að gera fullnægjandi grein fyrir hegðun hlutanna. Hins vegar greini kenning- arnar yfirleitt ekki mælanlega á þegar hraðinn er mun minni en Ijós- hraðinn eða þyngdarkraftar eru tiltölulega veikir eins og oftast er í dag- 345
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.