Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 124
Tímarit Máls og menningar legu lífi hér á jörðinni. Sumir mundu þó segja að réttast væri að beita afstæðiskenningunni alltaf til þess að tryggja fullkomna nákvæmni og samkvæmni enda sé þar um „réttari" kenningu að ræða. Slíkt er þó nánast orðhengilsháttur því aflfræði Newtons er auðveldari í meðförum til útreikninga og því meinalaust að nota hana þegar ekki er um mælan- legt frávik að ræða, þ. e. til að mynda við lítinn hraða. Hnyttinn maður hefur annars orðað þetta þannig: „Þegar hraðinn stefnir á núli þá stefn- ir Einstein á Newton.“ Auk þess sem afstæðiskenningin gefur miklu betri mynd af niður- stöðum tilrauna en eldri hugmyndir þá gerbreytti hún einnig öllum hugmyndum manna um rúm og tíma svo að varla stendur steinn yfir steini í eldri hugmyndum manna um þau efni. Ef lesandinn hefur hug á að kynna sér þetta nánar vil ég benda honum á rit sem komið hafa út á íslensku um afstæðiskenninguna. Þessi fræga kenning Einsteins er gott dæmi um það hvernig ný þekking getur gerbreytt þeim forða sem fyrir er og öllum viðhorfum manna til hans. Þótt sitthvað í eldri hugmyndum kunni að reynast nothæft á tak- mörkuðum sviðum (hér aflfræði Newtons) fer ekki hjá því að menn líti það allt öðrum augum en áður. Eg hygg að afstæðiskenningin hafi nægt mörgum eðlisfræðingum til að láta niður falla í bráð og í lengd allar hugmyndir um það að eðlis- frœðin komist einhvern tímann á leiðarenda þar sem öll grundvallarlög- mál væru fundin. Ur því að jafnvíðtækt og -gróið kerfi og hefðbundin eðlisfræði reyndist svo fallvalt liggur nærri að ætla að svo muni fara um alla kenningasmíð framtíðarinnar. Einhvern tímann seinna kemur kannski „nýr Einstein" eða hópur vísindamanna og smíðar nýja kenn- ingu sem tekur við af afstæðiskenningunni á svipaðan hátt og hún velti aflfræði Newtons úr sessi. Við getum með öðrum orðum aldrei verið viss um að hafa höndlað einhvern algildan eða eilífan sannleika í þeim skilningi sem hér um ræðir. Þótt afstæðiskenningin hafi þannig hrært upp í hugmyndum manna um þróun vísinda hróflar hún ekki að öðru leyti við orsakahyggjunni sem áður var lýst. Ef kenning Einsteins hefði ein komið til gætu menn áfram haldið í strangt orsakalögmál. Andi Laplace þyrfti aðeins að taka tillit til afstæðiskenningarinnar þegar hann reiknar fram í tímann. Hann væri að vísu ekki eins viss um að hann væri að beita „réttum“ lögmálum en kannski gæti hann orðið sér úti um fullkomnari lögmál á eigin spýmr. 346
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.