Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 132
Tímarit Máls og menningar in innan líffræðinnar og fjallaði upphaflega um samhengi og samspil milli lífvera og lífkerfa á jörðinni. Fljótlega kom þó í ljós að áhrif mann- anna sjálfra á lífríkið eru orðin svo örlagarík að ekki varð hjá því kom- ist að tengja vistfræðina við umsvif mannlegs samfélags. Þannig varð til sérstök grein innan vistfræðinnar sem nefnist mannvistfrceði (human ecology). Þau umsvif manna, sem valda hvað mestum og ljósustum spjöllum á lífríki og umhverfi eru órjúfanlega tengd hvers konar stóriðju. Nú er stóriðja í auðvaldssamfélögum nátengd stórkapítalisma, til að mynda fjölþjóðafyrirtækjum eða auðhringum, með öðrum orðum sjálfum valda- miðstöðvunum í efnahagslífi vesturlanda. Vistfræðin stangast því á við hagsmuni stórkapítalismans og þessi hagsmunaárekstur opinberast í við- brögðum þeirra sem halda uppi vörnum fyrir auðvaldsskipulag og stór- iðju. Morgunblað okkar Islendinga er því ekki eitt á báti þegar það sker upp herör gegn líffræðikennslu í skólum á þeim forsendum að hún snúi nemendum gegn stóriðju (sjá nánar í annarri grein í þessu hefti). íslensk frceði Síðasta dæmið sem ég ætla að rekja hér um framþróun og byltingar í vísindum, er sótt á fræðasvið sem kemur flestum lesendum sjálfsagt kunnuglegar fyrir sjónir en mörg önnur. Allt fram á þessa öld var það viðtekin skoðun í íslenskum fræðum að Islendingasögurnar vceru sagn- frceðilegar heimildir samkvæmt orðanna hljóðan. Allur almenningur lifði og hrærðist í þessari trú og gerir það raunar enn að talsverðu leyti. En svo varð byltingin: Norrænufræðingar með Sigurð Nordal í broddi fylkingar sýndu fram á með þungum rökum að sögurnar væru trúlega að mestu leyti skáldskapur og bæri fyrst og fremst að líta á þær sem listaverk. Með þessari byltingu úreltist í einni svipan obbinn af þeirri þekkingu sem byggð var á hinni fyrri skoðun. (Raunar kemur manni spánskt fyrir sjónir að rekast enn á nýlegar bollaleggingar t. d. um það hvernig Flosi hafi komist óséður með menn sína að Bergþórshvoli. Hverju breytir slíkur sparðatíningur um gildi Njálu sem listaverks?) Þótt kenning Nordals um Islendingasögurnar hafi verið sett fram af miklum sannfæringarkrafti og glöggri yfirsýn skyldu menn þó varast að ætla henni sess hins eilífa sannleika fremur en öðrum kenningum vís- indanna. Ýmis teikn eru á lofti um það að tíðinda sé að vænta frá þess- um fræðum á næstunni. 354
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.