Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 140
'límarit Máls og menningar
að menrt líta þekkinguna nú allt öðrum augum en áður. Þessi nýju við-
borf hafa víða rutt sér til rúms í skólum þótt þau eigi enn býsna erfitt
uppdráttar í íslensku skólakerfi.
I allri greininni hef ég lagt megináherslu á að sýna lesandanum fram
á hvernig þróun þekkingar og mat manna á henni er háð öðrum þjóð-
félagsöflum sem að verki eru á hverjum tíma. M. a. hafa ríkjandi sam-
félagsöfl oft og tíðum barist gegn nýrri þekkingit með kjafti og klóm.
Viðhorf manna til þekkingar eru þannig mjög undir því komin hver
staða þeirra sjálfra er í samfélaginu.
1 síðari hluta greinarinnar hef ég reynt að sýna fyrrgreind atriði í því
Ijósi sem nœst okkur er, þ. e. í Ijósi íslenskra menntamála. Sjálfsagt verða
skiptar skoðanir um þennan hluta greinarinnar en slíkt dregur ekki úr
nauðsyn þess að fitja upp á umrceðu.
Þar sem ég hyggst halda áfram að vinna að ýmsum þeim efnum sem
hér er um fjallað vceri mér þökk í athugasemdum frá sem flestum
sjónarhomum.
ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON,
1781-8 Cram Circle
Ann Arbor, Michigan 48105,
U. S. A.
RITASKRÁ
A. lslensk rit.
Brynjólfur Bjarnason: Forti og ný vandamál, 1954. Gátan mikla, 1956. Vitund og
verund, 1961. Á mörkum mannlegrar þekkingar, 1965. Lögmál og frelsi, 1970.
Utgefandi: Heimskringla. Ymsum heimspekilegum viðhorfum, sem tæpt er á
í grein minni, eru gerð fyllri skil í þessum bókum Brynjólfs. Vera má þó að
við Brynjólfur séum ekki fyllilega sammála um túlkun skammtafræðinnar.
Páll Skúlason: Hugsun og veruleiki. Hlaðbúð, Reykjavík 1975. í þessari bók er
m. a. fjallað nokkuð um heimspeki vísindanna.
Albert Einstein: AfstaiÖiskenningin. Þorsteinn Halldórsson þýddi. Hið íslenska bók-
menntafélag, Reykjavík 1970. Tiltölulega aðgengilegt rit á íslensku um af-
stæðiskenninguna.
Þorsteinn Vilhjálmsson: Vistkreppa og samfélag. Tímarit Máls og menningar, 36.
árg. (1975), bls. 3—21. Yfirlit um umræður um vistkreppuna eins og þær
voru á vegi staddar þegar greinin var skrifuð. Henni fylgir skrá um íslensk
og erlend rit um þetta efni.
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn. Onnur útgáfa endurskoðuð. Mál og menning,
Reykjavík 1964. Tilvitnanir í greininni eru teknar eftir þessari útgáfu.
362