Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 150
Umsagnir um bækur
MÁNASIGÐ, Thor Vilhjálmsson, ísa-
foldarprentsmiðja 1976.
Nýjasta skáldverk Thors Vilhjálmssonar,
Mánasigð, er viðamikið verk og marg-
slungið. Að aðferð og viðfangsefnum
tengist það fyrri skáldverkum Thors,
Fljótt fljótt sagði fuglinn og Opi bjöll-
unnar, eins og höfundur segir í viðtali
við Þjóðviljann um Mánasigð (21. 12.
’76).
I sama viðtali segir höfundur að
Mánasigð sé samfelldur skáldskaparvef-
ur, hnýttur saman með vissum stefjum
og rími. Þó er bygging verksins afar
flókin og verður lítil grein gerð fyrir
henni hér. Sagan hefst í lestarferð, og
framan af er lestin eini fasti punktur
sögunnar þótt hún sé á fleygiferð. En
sagan gerist ekki í lestinni nema við og
við, aðallega í fyrri hlutanum. Verkið er
eins og nýstárlegt smásagnasafn þar sem
sum atriðin eru sjálfstæð og heil á ein-
um stað, önnur sundurslitin og jafnvel
endurtekin. Dæmi um sjálfstæðar smá-
sögur er lýsingin á gamla manninum og
þjóninum hans (107—9), þar sem
aristókratíið fuðrar hreinlega upp til
agna; og draumurinn um afmælisveisl-
una hjá guði þar sem þeir ræða saman
Guðmundur biskup góði (um leið og
hann gerir við þríhjól fyrir barnengil)
og Ignatíus Loyola (170—73). Þar kem-
ur í ljós sem margan hefði grunað að
Guðmundur góði heldur með kommún-
istum, og Ignatíus segir þreytulega:
„Förum ekki að þrasa um það, Guð-
mundur minn: þú ert alinn upp á af-
skekktum stað og þar gilti allt annað.“
Dæmi um endurtekið atriði er þegar
maðurinn er tekinn á kránni, eða þegar
óvinir hans finna hann þar. Það atriði
kemur fyrir fjórum sinnum, engin tvö
skipti alveg eins. I síðasta skiptið (V
hluti 1—3) er eins og sögumanni hafi
hugkvæmst ráð til að láta söguhetjuna
sleppa frá ofsækjendum sxnum. Hún
notar ráðið og gefur James Bond ekkert
eftir á æsispennandi flóttanum (300—
306).
Sagan gerist á ótölulegum fjölda
ónafngreindra staða um allan heim og
sýnir fólk við ýmsar aðstæður: í miðju
flugráni, með fylgismönnum trúar-
bragðahöfundarins doktors Lúna, í sirk-
us og meðal indíána, svo eitthvað sé
nefnt. Allur heimurinn er undir. Þó
kemur smám saman í ljós að sagan ger-
ist öll í hugarheimi eins manns, sögu-
mannsins. Hún er öll skynjunarstreymi
hans á leiðinni löngu í lestinni um sól-
skinin lönd og heit. Það skýrir hina
flóknu og oft ruglingslegu byggingu
verksins. Þetta er karlmaður, kannski
ungur, kannski roskinn. Það er ekki
upplýst hvaðan hann er, en kannski er
hann af norðlægum slóðum. I þjakandi
sólarhitanum dreymir hann „vatn þar
sem ekki var heitt einsog hér; vindur
hafði rifið það upp í litlar oddhvassar
372