Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 160
Tímarit Máls og menningar
flokkuð niður eftir tímabilum og stefn-
um eins og hin vesturlenzku, heldur ein-
mitt eftir því, hvaða árstíma þau lýsa,
og náttúrudæmin, sem notuð eru til þess
arna, eru mjög hefðbundin og ganga
gegnum aldirnar: „Kirsiblóm á vori,
gaukur á sumri, litríkt lauffall um
haust, og ósnortin fannbreiða á svölum
vetrarmorgni“, eins og þýðandinn orðar
það, eða „plómutréð, næturgalinn, skor-
títan, máninn, skugginn, allt eru þetta
heimagangar í japönsku stökunni ásamt
öðrum aufúsugestum.“ Japönsk ljóð
segja sjaldnast það sem kallast mikil tíð-
indi né f jalla þau um atburði sem skráð-
ir verða á „spjöld sögunnar", en eru
óþreytandi við að birta okkur hið sí-
endurtekna eða hversdagslega í því ljósi,
að okkur þykir það eftir á merkilegast
af öllu, og þeir sem innvígðir eru, skynja
að baki árstíðanna sitthvað fleira, því
hver þeirra endurspeglar í rauninni einn
af fjórum „vegum“ (dó) Búddas, og það
má líta á náttúruna sem sjálfan líkama
hans, segja sumir.
Þannig má flokka japönsk ljóð eftir
efni i fjóra flokka, það er eftir árstíð-
um, nema menn bæti áramótaljóðum
við sem sérstökum flokki eins og sumir
gera, því á vissan hátt rjúfa þau keðj-
una og opna nýja vídd. Eftir hátmm
fellur afmr japönsk ljóðlist í tvo far-
vegi, annars vegar tönku (tanka), sem
er fimm línur og samtals 31 atkvæði
(5 + 7 + 5+7+7) og hins vegar hæku
(haiku), sem er aðeins þrjár linur og
17 atkvæði (5 + 7 + 5), og er mynduð
þannig, að fyrriparmr af tönku losnar
frá heildinni og verður sjálfstæður. En
tankan á margt sameiginlegt með fer-
skeytlunni íslenzku, svo sem það að hún
skiptist eðlilega i fyrripart og botn, enda
hafa Japanir löngum iðkað þá sömu
íþrótt og Islendingar að botna fyrripart,
sem einhver slær fram, og úr þessu get-
ur orðið einhvers konar keðja, líkt og
þegar menn kveðast á, enda hefur Ijóð-
listin í Japan a. m. k. til skamms tíma
átt álíka mikil ítök í þjóðinni og fer-
skeytlan hér á landi meðan við vorum
og hétum. Hún kann því í fyrsm að
hafa verið eins konar „barnaglingur“,
en verður síðar „hvöss sem byssusting-
ur“ í höndum þeirra sem kunna að beita
hinni tvíþætm byggingu hennar og fella
í samþjappaða heild til dæmis einfaldar
andstæður:
Niðrí þorpinu
kliða flaumr og trumbur
fjör og háreysti —
A kyrrlám fjallinu
þýmr í furutrjánum.
Einnig gemr verið um líkingu að
ræða, gjarna milli hins ytra og hins
innra:
Af Fúsíama
stígur fölur eimur hátt
leikur sér, dreifist.
Þannig reikar hugur minn
langt út í bláin, hverfur —
Smndum eru það forsenda og álykt-
un, sem standast á:
Já, nú hefur mér
skilizt að veruleikinn
er ekki sannur.
Hvernig get ég þá vitað
hvort draumar eru draumar?
Einnig geta það verið staðreynd og
ósk:
Hann bróðir minn fór
svo léttklæddur að heiman —
Kaldi næðingur,
æ, stilltu nepju þína
þangað til hann kemur heim.
382