Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 180
Hvað er Mál og menning?
Bókmenntafélagið Mál og menning var stofnað 17. júní 1937.
Markmið þess voru að gera almenningi kleift að eignast góðar bækur
við viðráðanlegu verði, að stuðla að nánari tengslum milli rithöfunda
og alþýðu og efla frjálsa þjóðmenningu og alþýðumenntun.
Mál og menning hlaut þegar í stað ákaflega góðar undirtektir
almennings og hóf þegar fjölþætta bókaútgáfu. Margir af helstu
rithöfundum þjóðarinnar sem fram hafa komið á þessum 40 árum
hafa gefið út bækur hjá Máli og menningu. Þar má m.a. nefna:
Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Snorra
Hjartarson, Guðmund Böðvarsson, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Jón
Helgason, Jakobínu Sigurðardóttur, Helga Hálfdanarson, Björn Th.
Björnsson, Sigurð Nordal og marga fleiri.
Auk umfangsmikillar bókaútgáfu hefur félagið gefið út Tímarit Máls
og menningar öll þessi ár.
Tímaritið hefur í senn verið helsti vettvangur skáldskapar og virkrar
umræðu um menningar- og þjóðfélagsmál.
Meðal útgáfubóka á þessu ári verða:
Seiður og hélog, ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Heimslist — Heimalist, eftir R. Broby-Johansen.
Turninn á heimsenda, eftir William Heinesen. Þorgeir Þorgeirsson
þýddi.
Vopnin kvödd, eftir Ernest Hemingway í þýðingu Halldórs Laxness.
Annað bindi Æviminninga Tryggva Emilssonar.
Búrið, unglingasaga eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur.
Draumur um veruleika, sögur eftir konur. Helga Kress sér um útg.
Morðið á ferjunni, eftir Sjöwall og Wahlöö. Þýðandi Þráinn Bertels-
son.
Elsku Míó minn, eftir Astrid Lindgren. Heimir Pálsson þýddi.
Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum
Átta bækur í bandi á kr. 24.960.
Félagsverð kr. 21.215.
I brúnu eða rauðu skinnbandi kr. 31.200.
Til félagsmanna kr. 26.520.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.