Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 27

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 27
27 ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD Ole Worm var einn af mörgum svonefndum „virtúósum“ sem „leituðu hins ókunna“ í Evrópu á endurreisnartímanum og fram á nýöld.6 Virtú- ósarnir voru allt í senn safnarar, fagurkerar, listamenn og vísindamenn. Þeir voru fagmenn á sviði þekkingar sem þeir settu fram með nýstárlegum hætti í furðustofum (þ. Wunderkammer, e. cabinet of curiosities), grasagörð- um og bókum. Tignarheitið virtúósi er dregið af ítalska orðinu „virtú“, sem er vandþýtt, en gefur í þessu samhengi til kynna virðingu, virði, verð- leika eða dygð. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er orðið „virðugheit“ skráð eftir heimild frá 17. öld og „virtugheit“ eftir heimild frá 18. öld. Þó að dæmin um notkun þeirra séu ekki nógu mörg til að lýsa merkingarsvið- inu með neinni vissu, þá virðast þau geta haft nokkurn veginn sömu merk- ingu og stofninn virtú í orðinu virtúósi. Ritmálssafnið geymir einnig dæmi um lýsingarorðið „virðugur“ (frá 17. og 19. öld), sem þýðir nokkurn veg- inn það sama og „æruverðugur“ en það er einn af eiginleikum virtúósanna og hluti af merkingarsviði þessa virðingarheitis. Hér á eftir verður þó íslenska orðið virðing notað í stað ítalska orðsins „virtú“, en það ber að skilja í nokkuð annarri merkingu en því er vanalega gefin í málinu. Í þeim skilningi sem lagður var í þetta hugtak á endurreisnartímanum og fram eftir nýöld er virðing eiginleiki hluta og vísar til þess gildis sem þeir hafa, en virtúósarnir eru þeir virðingar- og verðleikamenn sem hafa þessa ómetanlegu hluti á sínu valdi, þekkja þá og kunna á þeim skil. Þannig vísar virðingarhugtakið líka til mannkosta þeirra og ágætis í alla staði. Virtúósarnir voru endurreisnarmenn í þeim skilningi að þeirra virtú var ekki bundið við einhverja eina grein listar og raunar ekki við listir í nútímaskilningi frekar en við vísindi. Slík aðgreining – milli lista og vís- 6 Þegar Evrópusögunni er skipt í tímabil er nútíminn jafnan talinn hefjast á 16. öld um leið og miðöldum lýkur, en fram undir lok 18. aldar er þó talað um nýöld (e. early modern). Endurreisnartíminn brúar aftur á móti bil miðalda og nýaldar því að hann er gjarnan talinn spanna tímabilið frá 14. til 16. eða 17. aldar. Sú hreyfing á sviði lista, vísinda og menningar sem kennd er við endurreisnina hreif þó ólík svæði Evrópu með sér á ólíkum tíma. Rætur hennar eru snemma á 14. öld í Flórens á Ítalíu, en hún teygði anga sína mun síðar til norður-Evrópu og þar er oft rætt um að endurreisnin hafi staðið allt fram á miðja 17. öld og í því sambandi talað um síðendurreisn (e. late renaissance) sem víkur síðan fyrir eða rennur saman við Upplýsinguna. Sagnfræðingurinn Randolph Starn heldur því raunar fram með góðum rökum að ekki beri að skilja endurreisnina „sem tímabil með ákveðna upp- hafs- og endapunkta“ heldur „sem hreyfingu athafna og hugmynda sem ákveðnir hópar og nafngreindir einstaklingar brugðust við með ýmsum hætti á ólíkum stundum og stöðum“; Randolph Starn, „Renaissance Redux“, The American Historical Review, 103(1)/1998, bls. 122–124, hér bls. 124.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.