Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 139
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR 139 sem námsvettvangurinn er skóli eða safn. Þrátt fyrir ótal möguleika á nýt- ingu safna til fræðslu og skemmtunar virðast skólaheimsóknir á söfn vera tilviljanakenndar, ómarkvissar og gildi þeirra oft óljóst.20 Þetta ósamræmi milli gildis safnheimsókna og notkunar er sagt stafa af því að vettvangs- ferðir eru hvorki nægilega vel undirbúnar né þeim fylgt eftir að heimsókn- um loknum.21 Safnfræðsla er þó ekki bundin við skólabörn sem koma í heimsókn heldur gegna söfn mikilvægu hlutverki á sviði fræðslu, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða.22 Það er ekki einungis breyting innan menntunarfræða sem fræðslustarf safna þarf að taka mið af heldur einnig breyting á upplýsingaumhverfi fólks með tilkomu ýmis konar raf- rænna miðla og margmiðlunarmöguleika. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á leiðir til að læra og þá ótal möguleika til að nálgast söfn sem virkan vettvang náms um heim allan. Möguleikarnir eru þó langt frá því að vera fullnýttir í fræðslu á söfnum þegar afar gagnleg margmiðlunarverkefni eru „föst“ innan veggja safna og nýtast þar með ekki fleirum en safngestum á þeim tíma sem hver heimsókn varir. Þegar söfn eru skilgreind út frá margmiðlunarafþreyingu nútímans (e. contemporary media culture), eins og kvikmyndum, sjónvarpi og neti, eru söfn álitin stöðnuð, „dauð“ og óspennandi staðir sem krefjast þess að innihaldið sé meðtekið án þátttöku og í andstöðu við gagnvirka miðla nútímans.23 Þessu þarf að breyta en í íslenskum safnaveruleika snýst málið oftar en ekki um kostnað og höfundarrétt en gjöld við birtingu á myndefni í fræðslutilgangi eru flestum stofnunum – bæði skólum og söfnum – ofviða.24 Aðgangur að safneign á neti er þar af leiðandi ekki gerlegur nema e.t.v. innan veggja safna og má af þessu draga þá ályktun að höfundarrétta- lög séu í mótsögn við safnalög sem gera ráð fyrir aðgengi fyrir alla að 20 Lee Brodie og Lenora M. Wiebe, „Yellow busloads from hell: a museum fieldtrip in three voices“, McGill Journal of Education, 2/1999, bls. 173–180, hér bls. 177. 21 Maria Xanthoudaki, „is it always Worth the Trip? The contribution of museum and gallery educational programmes to classrom art education“, Cambridge Journal of Education, 28/1998, bls. 181–195, hér bls. 182. 22 Timothy Ambrose og Crispin Paine, Grunnatriði safnastarfs. Fyrra hefti. Þjónusta, sýningar, safngripir, þýð. Helgi M. Sigurðsson, Reykjavík: iCOM/ Árbæjarsafn/ Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 1998, bls. 42 –47. 23 Andrea Witcomb, „interactivity in museums: the politics of narrative style”, Re-Imagining the Museum: Beyond the Mausoleum, London og new York: Rout- ledge, 2003, bls. 128. 24 Sjá t.d. greinaskrif eftir Einar Fal ingólfsson, „Myndefni vantar til kennslu í íslenskri listasögu“, Morgunblaðið, 1. nóvember, 2008. Vefslóð: http://www.mbl.is/ mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1252667. Sótt 21. nóvember 2008.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.