Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 147
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR
147
að afþreyingu eða ferðaþjónustu annars vegar og menningarverðmætum
hins vegar og hvernig miðla beri einlæglega sögu, samhengi og menningu
safngripa. Gagnrýnisraddir óma gjarnan þegar rætt er um túlkun menn-
ingararfs.56 Gagnrýnin er að einhverju leyti réttmæt þegar um minjar og
trúverðugleika er að ræða og gerður er greinarmunur á því sem annars
vegar telst til túlkunar eða alþýðlegrar sögusýnar sem þykir tilviljanakennd
og hins vegar þekkingaruppbyggingar fræðanna. Mismunurinn felst í því
að: „Menningararfur byggist á fyrirframgefinni, einstaklingsbundinni nið-
urstöðu og á upphaf í óhagganlegri niðurstöðu eða svari. Þess vegna er
alþýðleg sögusýn í andstöðu við iðkun fræða sem alltaf ganga út frá spurn-
ingu og efasemd og kerfisbundinni leit að nýju svari“.57 Frá sjónarhóli
menntunarfræða minnir aðgreining fræða og túlkunar á ólíkar námskenn-
ingar og hugmyndir um það hvernig þekking verður til. námskenning
atferlisstefnunnar var lengi talin „námskenningin“ í kennslufræðum og
byggist á því að þekking er talin algild, hlutlæg og óháð nemendum.58
námskenningar er tengjast hugsmíðahyggju (e. constructivism) fela í sér
virkni nemenda og taka mið af þroska hvers einstaklings. Fólk lærir í sam-
hengi við umhverfi sitt samkvæmt kenningum rússneska sálfræðingsins
Vygotsky (1896–1934) um félagslega hugsmíðahyggju. Öll þekking byggir
á fyrri þekkingu, ekki einungis einstaklingsins sjálfs heldur þekkingu alls
samfélagsins sem hann lifir í því að sífellt bætist við þekkinguna. nýjar
upplýsingar eru settar í samhengi við það sem vitað er fyrir. Þekkingin er
ekki yfirfærð né útkoman þekkt fyrir fram heldur byggð upp á forsendum
hvers og eins og í félagslegu samhengi.59 nálgun á borð við alþýðlega
sögusýn eða túlkun er í andstöðu við hugsmíðahyggju sem byggir á því að
unnið sé út frá forsendum nemenda eða safngesta – ekki kennara, skóla eða
safna. Í stuttu máli eru forsendur safns, eða túlkun þess á sýningu, ekki
talin mikilvægari en túlkun nemanda eða safngesta: „Það sem haldið er að
nemandanum er því ekki endanlegur sannleikur og sú merking sem safn-
gestur með þekkingu sína og lífsreynslu leggur í safngrip eða skýringar-
texta er ekki síður rétt en framlag sýningarstjórans“.60 Túlkun er miðlun
56 Sjá t.d. grein Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur, „Menningararfur með strípur:
Varðveisla eða miðlun?“, Ritið, 1/2008, bls. 7–32.
57 Sama rit, bls. 9
58 Allyson Macdonald, „námskenningar“, 2003, bls. 2. Vefslóð: http://starfsfolk.khi.
is/allyson/kennsluefni.htm. Sótt 3. október 2009.
59 Sama rit, bls. 5–6.
60 Magnús Gestsson, „Söfn og safnkennsla. Börn og nýjar raddir“, Lesbók Morgun
blaðsins, 8. mars 2003, bls. 8–9, hér bls. 9.