Skírnir - 01.01.1974, Page 10
8
TÓMAS GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
og manngildi og orSstír sinnar ættar.
En jafnvel víkingslund og herskár hugur
mun slíðra hitur sverð í einni andrá,
sé frelsi lands og friði í hættu stefnt.
Svo göfugs kyns var gifta sú, er leiddi
til heilla sátta heiðinn dóm og kristni.
A nokkur þjóðarsaga slíkan dag?
V
Og aldir líða. En þá er birtu brugðið,
og landið allt fær annan þyngri svip.
Hafísar einir eru snemma á ferli.
En fjöllin horfa hnipin eftir þeim
gróðri, er óðum hopar nú á hæl.
Og eins er rúin reisn og glæsibrag
sú fylking, sem oss fyrir augu ber
og ennþá sækir heim hinn helga þingstað.
Sjá vergangsmenn í tötrum, tærða af skorti,
og ungmenni með augu dauð og horfin
langt inn í veröld vonleysis og kvíða,
og gömul andlit kvenna, er minna mest
á hreggbarinn legstein, luktan sinu hársins.
Því valda fíkn og auðs, sú erfðasynd,
sem lengst og víðast sóar bræðra hlóði,
reitt hefur öxi að rót vors unga frelsis,
réttar og laga, en látið þess í stað
eftir sig hroka, undirgefni og örbirgð.
Að lífsins kvöð þá koma hér æ færri,
en margir eiga erindi við dauðann.
Því munum það, að þessi helgi staður,
hann geymir bæði Gálgakletta og Lögberg
og Drekkingarhyl meðal sinna minja.
Já, víst er giftan gjöful þeirri þjóð,
er aldrei öðrum laut, samt hin er stærri,
sem glatað frelsi hefur endurheimt.
Og sá er mestur sögu vorrar hróður,