Skírnir - 01.01.1974, Page 19
SKÍRNIR
RÆÐA Á LISTAHÁTÍÐ 1974
17
leiðst honum ekki í listarinnar nafni að víkja sér undan frumskyld-
unni, að bjarga sér og sínum. Orfið og færið höfðu fyrsta rétt. Þegar
Henderson hinn enski kom í Bægisá að heimsækja skáldið sem var
að þýða Milton og Pope á íslensku, undraðist hann stórlega þegar
hann sá séra Jón koma þreyttan og blautan af engjum með fólki
sínu. Jafnvel ekki presturinn og þjóðskáldið var undanþeginn hinu
harða lögmáli vegna listar sinnar, hvað þá heldur aðrir. Höndin
sem hélt á fjöðrinni eða skurðjárninu eða penslinum eða langspils-
hoganum var sigggróin undan pál og reku og árarhlummi. Hér voru
lítil skilyrði til sérhæfingar og þá ekki heldur fullkomnunar. Listin
varð yfirleitt svonefnd alþýðulist, með sínum hreina kjarna, en
einnig með sínu vanmegni. Fyrir þessa sök hlaut það svo að vera
að afar okkar og ömmur, svo ekki sé lengra aftur í tímann farið,
fengju aldrei að njóta þess forsmekks himnaríkis sem æðri tónlist
er, og annað eftir því.
Nútímaleg viðhorf til listar eiga hér á landi upptök sín á 19. öld
og standa í nánu sambandi við breytingar á þjóðfélagsbyggingunni
og efnahag landsmanna. Ég hef með þessu tali mínu viljað minna á
að jarðvegurinn var góður þegar að þeim tímamótum kom. Annars
værum við ekki í þessum áfangastað nú í dag. „Af ávöxtunum skul-
uð þér þekkja þá. Hvort geta menn lesið vínber af þyrnum eða
fíkjur af þistlum?” segir hin helga bók.
Ég held að ekki sé fjarri sanni að segja að Sigurður Guð-
mundsson málari sé mjög táknræn persóna í þessu sambandi. Hann
var runninn upp úr hinni gömlu og grónu alþýðulist fyrri tíðar og
stóð þar föstum fótum, en jafnframt má vel segja að hann hafi verið
fyrsti nútímamaðurinn að listrænni menntun og skilningi á hlut-
verki listarinnar sem lífsafls fyrir mann og þjóðfélag. Það er vel við-
eigandi að minnast hans sérstaklega hér og nú, því að nú eru rétt
hundrað ár síðan ævi hans lauk. Hún varð ekki löng en áhrif hans
urðu mikil og löng. Með fordæmi sínu og hvatningu flýtti hann
áreiðanlega fyrir því að menn komu fram, bæði á sviði myndlistar,
tónlistar og leiklistar, sem hófu starf af fullum metnaði og unnu
brautryðjendastarf og síðan hefur þar ekkert lát á orðið. Ég nefni
engin nöfn á þessari stundu, enda ætla ég að það sé flestum kunn-
ugt, hverjir verið hafa merkisberar æðri listar á íslandi síðustu
mannsaldra, ýmist sem frábærir listamenn sjálfir ellegar baráttu-