Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 26
24 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
mynd af þeirri arfsögn sem á 12tu öld hefur gengið um upphaf
íslandsbyggðar. Frásögnin hefur að minnsta kosti haft að geyma
þetta: Ingólfur, sem er norskur höfðingi, ættaður frá Hörðalandi
(Theodoricus), og mágur hans, Hjörleifur, verða að yfirgefa jarð-
ir sínar vegna vígaferla. Þeir búa skip og halda með föruneyti og
börnum sínum til íslands. Meira hafa elstu heimildir ekki af Hjör-
leifi að segja. En í íslendingabók er greint frá landnámi Ingólfs á
sama hátt og í Landnámabók. I 12tu aldar heimildirnar þrjár
vantar ýmsa veigamikla þáttu sögunnar eins og hún birtist í Sturlu-
bók. Hvorki er getið átakanna um Helgu, Irlandsferðar Hjörleifs né
viðskipta hans við þrælana. En af þessu er auðvitað ekki hægt
að álykta, að þessum atriðum hafi verið aukið í söguna á 13du öld.
12tu aldar heimildirnar eru svo fáorðar, að ekki má búast við, að
þær geymi einstök atvik sem þessi, en erfitt er að skilja, hvers vegna
Hjörleifur er nefndur í Noregssögunum, ef þær byggjast ekki á
frásögnum, þar sem sagt er frá örlögum hans.
Þess er enginn kostur að rekja sögnina um Ingólf lengra aftur en
til íslendingabókar. Það líða tvær og hálf öld, frá því atburðir ger-
ast, uns þeir eru færðir í letur. Ari vísar til munnmæla með orðun-
um „er sannlega er sagt“, en varla er mikið upp úr því að leggja, og
hann getur engra nafnkenndra heimildarmanna eins og annars stað-
ar. Ornefnin Ingólfshöfði, Ingólfsfjall og Hjörleifshöfði eru kannski
elstu heimildir um fyrstu landnámsmennina, en samt hlýtur þeirra
vitnisburður að vekja tortryggni. Þótt ekki sé ráð fyrir því gert, að
örnefnin eigi við allt aðra menn með sömu nöfnum, né því heldur
að þau hafi upprunalega alls ekki falið mannanöfn í sér, er það að
minnsta kosti einkennilegt, að eyðilegur höfði og óbyggilegt fjall
skuli vera nefnd eftir Ingólfi, en ekki víkin þar sem hann settist að,
eða bærinn þar sem hann hjó alla ævi síðan.12
Niðurstaða þessarar athugunar er sú, að frásögn um fyrsta land-
námið hafi verið til snemma á 12tu öld, ef ekki fyrr. Hún hefur
falið í sér þá meginþætti, sem einkenna hana seinna: (a) landnáms-
hópurinn er skilgreindur sem fjölskylda ásamt fylgdarliði, (b) á-
stæður útfararinnar eru tilgreindar, (c) lýst er landtöku á íslandi
og gerð grein fyrir landnámi og búsetu.
Líkur benda til þess, að Hjörleifur hafi verið nefndur til sögunn-
ar frá fyrsta fari. Ef svo hefur verið, skiptir það miklu, því að þá