Skírnir - 01.01.1974, Page 28
26 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
Sveinbjörn Rafnsson telur að þessi „sögulega“ (historiserade)
efnisskipun Sturlubókargerðarinnar sé runnin frá Ólafs sögu
Tryggvasonar eftir Gunnlaug Leifsson.18 En svo þarf ekki að
vera. Skipulaginu í Sturlubók er fylgt þegar í Islendingabók. Svo
er að sjá, sem tvenns konar efnisskipun hafi á 12tu öld tíðkast hvor
í sinni fræðigrein: annars vegar er Landnámahók, sem er uppruna-
lega skrá um landnámsmenn og jarðeignaheimildir og þess vegna
byggist á staðfræði og ættfræði, og hins vegar eru söguritin sem
byggðust á tímatali og sögulegri atburðarás. Þennan greinarmun
milli tveggja fræðigreina má skilja af þeim ritum, sem telja upp
bókmenntategundir á íslandi á 12tu öld. í fyrstu málfræðiritgerð-
inni, sem er talin samin um miðja 12tu öld, er greint á milli „ætt-
vísi” og „hinna spaklegu fræða, er Ari Þorgilsson hefur á bækur
sett af skynsamlegu viti”. Þar sem ættvísin er talin sér í lagi, er
sennilegt að með hinum spaklegu fræðum sé átt við sagnarit Ara.
í formála Hungurvöku frá upphafi 13du aldar er gerður munur á
„sögum” og „mannfræði”, en með hinum síðarnefnda fróðleik
mun þá vera átt við rit eins og Landnámabók.19 Melabók hefur
varðveitt hina upprunalegu, „ósögulegu” efnisskipun Landnáma-
bókar, en í þeirri gerð, sem varðveitt er í Sturlubók, er hinu upp-
runalega skipulagi breytt og Landnáma gerð að hluta af þjóðar-
sögu, með því að byrjað er eins og í íslendingabók á elsta landnámi.
Þannig fær sagan um Ingólf og Hjörleif sérstöðu, sem hún hefur
ekki haft í Frum-Landnámu. Ingólfur er ekki einungis fyrsti land-
námsmaðurinn, hann verður einnig fyrirmynd þeirra, sem síðar
koma til sögu:
Ingólfr var frægastr allra landnámsmanna, því at hann kom hér at óbyggðu
landi ok byggði fyrstr landit; gerðu þat aðrir landnámsmenn eptir hans dœm-
um.20
Með þessum orðum í Sturlubók er tekið fram, að söguna um
Ingólf eigi að skilja sem dæmisögu, exemplum.
Ekki hefur hingað til tekist að finna viðhlítandi skýringu á því,
að Sturlubók hefur aðra ættfærslu Ingólfs en Melabók og segir
hann og Hjörleif niðja Hrómundar Gripssonar: