Skírnir - 01.01.1974, Page 53
SKÍRNIR
MÁLVÖNDUN OG FYRNSKA
51
Guðbrandur tekur ekki hugsunarlaust upp þýðingu fyrirrennara
síns, heldur lagfærir og að því er virðist með hliðsjón af erlendum
biblíutexta (Lúthers eða hinum latneska).
Hér skulu talin fáein dæmi úr N. T. (Oddur á undan, síðan Guð-
brandur): 1. því at í upprisunni munu þeir hvorki kvænast né sig
kvæna láta, - því at í upprisunni munu þeir hverki kvongast / né
sig kvonga láta (Matteus XXII 30); 2. því at þá þeir rísa upp af
dauða / kvænast þeir ei né láta sig kvæna, - því at þá þeir rísa upp
af dauða / kvongast þeir eigi né láta sig kvonga (Markús XII 25). -
Þetta má bera saman við orðalag þeirra ummæla um sama efni sem
höfð eru eftir Jesú í Lúkasarguðspjalli (XX 34-36) og eru svar við
lævíslegri spurningu Saddúkea, sem trúðu ekki á upprisu (spurning-
in á undan, - þýðing Odds með íauknum afbrigðum Guðbrands):
Nú voru þar 7 bræður og hinn elzti fékk sér eiginnar lconu / og
andaðist erfingjalaus / og sá annar tók þá konu (fékk hennar / og
andaðist líka erfingjalaus (barnlaus í stað líka erfingjalaus) / og
hinn þriðji átti hana / líka og einnig allir þeir 7 létu ekki barn (ei
börn) eftir og önduðust. En seinast allra þeirra andaðist og konan.
/ Hvers þeirra eiginkona verður hún nú í upprisunni, / því at allir 7
hafa þeir haft hana til eignarkonu? - Og Jesús svaraði og sagði til
þeirra: / Synir þessarar veraldar giftast og láta gifta sig, / en þeir
sem verðugir verða at öðlast hinn annan heim og upprisuna af
dauðanum, / þeir munu hvorki giftast né sig gifta láta .. .
Þetta skal látið nægja um orðafar Odds og Guðbrands að þessu
leyti í Nýja testamenti, en bætt verður við nokkrum dæmum úr
Gamla testamenti í Guðbrandsbiblíu, þar sem um er að ræða að
ganga að eiga konu: þar leit Júda eins kanversks manns dóttir. /
Hann hét Súha, og fékk hennar (á spássíu: Júda kvongast )... En
júdas gifti sinn frumgetinn son Ger einni kvinnu / sem hét Tamar
(I. Mósebók 38). - Hann skal taka sér eina jungfrú til eiginkonu
(III. Mósebók 21). — ... Hann hafði tekið eina blálenska konu
sér til eiginkvinnu (IV. Mósebók 12). - Þeir giftust og tóku sér
eiginkonur af ættum þeirra Móabitis (Rutarbók 1). — Bóas tekur
Rut til eiginkvinnu (Rutarbók, spássíugrein). - Svo gekk nú Bóas
að eiga Rut (Rutarbók 4). - .. . að hann vildi taka hana til eigin-
kvinnu (I. Konungabók XXV). - . . . að hann vill fá þín sér til
eiginkvinnu (sama stað).