Skírnir - 01.01.1974, Síða 64
62 HÖRÐUR ÁGÚSTSSON SKÍRNIR
eftir veröur tekið til nánari athugunar, og þar með hef ég lýst höf-
uðtilgangi þessa bréfs.
II
Hvað er hómilía? Það þýðir nánast predikun. Orðið er komið
af gríska orðinu homilia sem merkir eiginlega „að vera saman“.
Snemma rituðu hinir lærðustu klerkar ræðutexta sem almennir
þjónar kristninnar áttu að lesa við guðsþjónustur. Textar þessir
útskýrðu fyrir söfnuðum kristinn dóm, eins og hann birtist í orðum
biblíunnar. Hómilíur voru hjálpargögn presta við messu, predik-
anasöfn eða einskonar postillur þeirra tíma. Þær voru að sjálfsögðu
í upphafi ritaðar á hinu alþjóðlega kirkjumáli, latínu. Snemma
virðast þær hafa borist til Norðurlanda, í kjölfar kristninnar, verið
þýddar á danska tungu og staðfærðar. A. m. k. eru þær sumar
hverjar elstu dæmi ritaðs norræns máls, ef frá eru skilin setning og
setning á fornum rúnasteinum. Elsta handrit íslenskt er einmitt brot
úr einni slíkri skýringabók. Það ber safnnúmerið AM 237a fol. og
er talið frá því um 1150. Til eru óskert predikanasöfn af þessu tagi,
ofurlítið yngri. Þar ber fyrst að telja svokallaða Stokkhólmsbók,
kennda við höfuðstað svía, þar sem hún er geymd á konunglegri
bókhlöðu staðarins, Stockholm Perg. 4:o nr. 15. Stundum er hún
kölluð íslenska hómilían til aðgreiningar hinni norsku, sem er á
Árnasafni og ber kennimerkið AM 619 4to. Báðar þessar skinnbæk-
ur eru af fræðimönnum taldar frá því um árið 1200. Enn er ónefnd
sú fjórða og síðasta, sem einnig er í Árnasafni undir merkinu AM
624 4to, þeirra yngst eða frá fimmtándu öld, ættuð af Islandi.1
Ræðum hómilíubókanna er raðað á kirkjuárið eftir ákveðnum
reglum, sem ekki verða hugleiddar hér. Ein er sú predikun í hómilíu-
bókunum, sem mikið hefur verið ritað um og enn verður gerð að
umtalsefni, hin svonefnda kirkjudagspredikun: „In dedicatione
templi sermo“. I henni er lagt út af texta biblíunnar um musteris-
byggingu Salómons, sem biskupar nota enn þann dag í dag við
kirkjuvígslu. Kirkjudagsmál hefjast á svofelldum orðum: „Salómon
konungur gerði fyrst musteri guði, og bauð lýð sínum að halda há-
tíð, þá er algjört var musterið.“ Að því búnu er vakin athygli á að
„með því að vér höldum kirkjuhelgi í dag, góðir bræður, þá er oss
fyrst nauðsyn að vita hversu mikla miskunn vér tökum í kirkjunni“.