Skírnir - 01.01.1974, Page 67
SKÍRNIR
HÚS í HÓMILÍU
65
í bók sinni „Norske stavkirker“ minnist Anders Bugge með
nokkrum orðum á norsku hómilíuna í sambandi við Holtálenkirkju
í Þrændalögum sem nánar verður vikið að síðar. Hann gerir
hinsvegar enga grein fyrir uppbyggingu og innansmíð.4
Peter Anker minnist lítillega á kirkjudagsmál í því bindi af „The
Art of Scandinavia“, sem hann ritar. Þar segir m. a.:
In this book there is, among other things, a sermon on the consecration of
a church which imphes that the wooden stave church was considered the
normal form of a house of worship in Norway at the time, and that the consti-
tuents of such a church, which today we are apt to consider as purely func-
tional, also has a deep significance as Christian symbols.®
Síðan fer Peter Anker líkt að og Dietrichson, hann lýsir í stuttu
máli efni ræðunnar og skýrir út um leið merkingu húshlutaheita.
Hann gerir þó enga grein fyrir því hverskonar þak er á kirkjunni.
í bók sinni „Privatboligen pá Island i Sagatiden“, sem gefin er út
nokkrum árum áður en verk Dietrichsons, getur Valtýr Guðmunds-
son að vísu kirkjudagsmála, en ræðir ekki frekar um þau. Hins-
vegar er honum alveg ljóst, að þar er verið að lýsa húsi með ása-
þaki.6
Sá íslendingur sem rækilegast hefur ritað um kirkjudagsmál út
frá byggingarsögulegu sjónarmiði er Guðhrandur Jónsson í ritgerð
sinni „Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal“. I inngangskafla, sem
fjallar almennt um íslenskar miðaldakirkjur, minnist Guðbrandur
á kirkjudagsmál. Hann er snöggur að komast að niðurstöðu að
vanda, segir ræður allra hómilíubókanna lýsa íslenskri torfkirkju,
ergo eru allar hómilíubækurnar íslenskar, hvað svo sem líður
paleografíu og grammatík.
Guðbrandur lætur ekki sitja við orðin tóm, heldur birtir bæði
grunnmynd og sneiðingu af kirkju títtnefndrar predikunar (mynd
1). Við skulum fyrst athuga rök hans fyrir því að kirkjan sú arna
hafi verið þakin torfi. Hann segir:
Fyrst nefnir Stokkhólmshomilíubókin efni það, sem kirkjan er úr smíðuð:
„Kirkja es gjör úr mörgum steinum eða trjám“, segir þar. Hér er bersýnilega
átt við grjótið og torfið í veggjum og timbrið í innviðum torfkirkju.7
Þetta er fyrsta röksemd. Onnur röksemd er þessi og birtist neðan-
máls:
5