Skírnir - 01.01.1974, Page 87
SKÍRNIR
HÚS í HÓMILÍU
81
smíð, hliðásar, vaglar og dvergar.“39 Ekki er annað að sjá en hér sé
um sömu uppbyggingu að ræða. Þvertré eða bitar eru að vísu ekki
nefndir, en það þýðir ekki að þau tré hafi vantað í húsið. Vísitasíu-
lýsingar eru mjög knappar á þessum tíma, og auðvitað hefur margt
farið framhjá þeim æruverðugu mönnum, sem skoðun gerðu. Hitt
er svo örugglega á staðnum sem nefnt er. Gaman er að veita orða-
lagi biskups frekari athygli. Hann segir ásaþakið „gamalt smíð“.
Þetta er auðvitað vísbending um, að ný tíska er að sigra og gamall
siður að hverfa á einu stærsta húsi hins íslenska bæjarþorps, skál-
.VtENiTRÓÐA
• . -t_:—_:r: - 1 - M
11. mynd. Þversnið af borðhúsi á Þingeyraklaustri, gert eftir úttekt árið
1684. Breidd hússins er tilgreind. Teikning H. A.
anum. Asaþakið er á undanhaldi fyrir sperruþakinu. Þetta stríð
hafði þó staðið lengi og hélt áfram alveg fram á þessa öld.
Enn lengra skulum við halda aftur í tímann, allt verður að tína
til, þótt smátt geti sýnst.
Árið 1377 er jörðin Mánaskál í Húnavatnssýslu seld, að „undan-
teknum þeim fornum viði, sem Valgarður hafði úr stofunni tekið,
en Brynjólfur skyldi eiga fjóra ása og átta stafi og fjögur þvertré
og tvær syllur og allan fornan við þann er þá var í ræfri stofunn-
ar.“40 Á ofanverðri 14. öld er þá stofa á meðaljörð byggð upp
með ásalagi. Það er einnig eftirtektarvert, að hér er bitinn nefndur
þvertré, hitt einnig, að ásarnir eru fjórir. Það getur þýtt tvennt: að
þeir hafi verið nefndir sem eining, þ. e. a. s. þeir gátu verið felldir
saman á endum tveir og tveir. Stofan hefur þá verið tvíása, eða að
6