Skírnir - 01.01.1974, Page 101
SKÍRNIR
ÖFUGMÆLI
95
23. Allrabezt er ull af sel
æðardúnn í þvöru;
maðkar syngja mikið vel,
mýsnar éta tjöru.
24. Hunda elskar hrafninn bezt,
hleypur jarðföst þúfa;
tófa er í tryggðum mest.
tálsömust er dúfa.
25. Lambið er grimmt en leonið spakt,
leti er upphaf dyggða;
húsgangsmenn hafa hæstu akt
en höfundur rógur tryggða.
26. Aldrei reynist saltur sjór,
sízt er frost á heiði;
oft er hál í blossakór
en blíðmælin í reiði.
27. Hlunna vargur Hleiðólfs nú
hlaupinn er til grunna;
ekki dugir aðferð sú
að ausa upp mærðar brunna.
28. Sundur brýt eg Suðrar far,
Sviðriks vara flæði,
en pOtar læri og píkurnar.
Poks nú ent er kvæði.
í öðrum handritum frá 18. öld og IB 634, 8vo eru nokkrar vísur,
sem ekki eru í ÍB 13, 8vo.
í JS 497, 8vo, JS 509, 8vo og ÍB 634, 8vo er þessi vísa, og er
hún þriðja vísa kvæðisins í öllum þessum handritum. Hér er farið
eftir JS 497, 8vo.
Hér er mælt í huldum stað
hróðrar versið skráða,
þó lýðrinn dæmi lýgi það,
læt eg fólkið ráða.
Næstu þrjár vísur eru í JS 509, 8vo (nr. 9, 19 og 23) og ÍB 634,
8vo (nr. 11, 13 og 12). Hér er farið eftir JS 509, 8vo.