Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 104
98
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
SKÍRNIR
I 22,2 stendur „hreint er verst á drósum“ en í 497 og 509 „hreint
fer verst á drósum“, og er það álitlegri texti. I 22,4 er „en ölturin
byggð í fjósum“ en í 497 og 509 stendur „sjást“ í staðinn fyrir
„byggð“, þó að ekki sé með því sagt, að texti þeirra sé réttari.
I 26,3 stendur „oft er bál í blossakór“ og er það auðsæ afbökun,
vegna þess að það er ekkert öfugmæli að segja að logi í afli, en
beinast liggur við að skilja blossakór sem kenningu á afli. Hins
vegar er ekki auðséð, hvaða orð hefur afbakazt, en meiri líkindi
eru til þess, að það sé orðið bál, því að kór er rímbundið. Verið
getur, að bál sé afbökun úr bleyta eða blautt, en seint verður það
sannað.
I 27,1 stendur „Hleiðólfs“ en ætti að vera Hleðjólfs, sem er fornt
dvergaheiti og kemur fyrir í þulum í Völuspá í Snorra-Eddu.9
Eins og sjá má af mismunandi texta handritanna, röð vísna og
tölu þeirra, leikur nokkur vafi á hver hafi verið hinn upprunalegi
texti kvæðisins. Að endanlegri niðurstöðu verður víst seint komizt,
en samt bendir flest til, að vísurnar nr. 1^1 (að báðum meðtöld-
um) í ÍB 13, 8vo séu upphaflegar og 3. vísan í hinum 18. aldar
handritunum og IB 634, 8vo einnig, enda er efni hennar í samræmi
við hinar vísur formálans.
Tvær síðustu vísurnar í ÍB 13, 8vo hafa að öllum líkindum
staðið í frumkvæðinu, — að minnsta kosti sú fyrri —, en sú seinni
er að sumu leyti endurtekning hennar. Samt er hún ekki ólíkleg
lokavísa, því að í næstsíðasta vísuorðinu er falin mjög sennileg
ósk skálds á hókasnauðri öld.
Vísan nr. 12 í ÍB 634, 8vo og 23 í JS 504, 8vo er undir öðrum
hætti en kvæðið sjálft, og er því ólíklegt, að hún geti verið upphaf-
leg. Annars er efni kvæðisins þannig, að bæði var auðvelt að bæta
við vísum í sama anda eða þá sleppa þeim, og af þeim sökum var
einnig hætt við að vísnaröð brenglaðist.
Um höfund öfugmælakvæðisins hafa menn ekki orðið á eitt sátt-
ir. í JS 509, 8vo er fyrirsögn þess svohlj óðandi: Nokkrar vísur
nefndar öfugmæli kveðnar af Bjarna Jónss(yni) skálda, og á sömu
skoðun hefur Gísli Konráðsson verið eins og sést á handritum hans
á kvæðinu. í ÍB 13, 8vo og ÍB 634, 8vo er kvæðið höfundarlaust
og í JS 597, 8vo er fyrirsögnin: Ironia ejusdem nimirum actores.
Þessa klausu ber að skilja þannig, að kvæðið sé eignað sama manni