Skírnir - 01.01.1974, Page 106
100
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
SKÍRNIR
Brennivíns þumlung,
bita af öli,
sopa af brauði,
sneiff af víni,
tóbaksskál eina,
teig af osti
begerffu gestir
á Bessastöffum.
Eins og sjá má minnir þetta nokkuð á öfugmælakvæðið, en efni
þess er takmarkaðra, þar er ekki fjallað um hugmyndir manna
heldur nær einungis um fyrirbrigði dýraríkisins og ýmsa dauða
hluti. Formið er einnig miklu knappara, og hefur hátturinn þar haft
sín áhrif, því að hann leyfir ekki neinar málalengingar.
Takmarkað efnisval er einnig einkenni lausavísnanna:
Sem vagninn dragi menn víffi á,
en vill um heiffar sigla fley,
siga í hlíffar selnum má,
en sauffnum út á Ránar mey,
arka í skóg meff orf og ljá
en öxi sljárri nagga hey.
Háð er lágra, brotnar blautt,
brennur vatn í eldi,
sandurinn flýtur, sortnar rautt
sveitt og frostiff velgdi.
Erfitt er að benda á beinar samsvaranir eða efnislíkingar með
öfugmælakvæðinu og öfugmælavísunum í handritunum frá 17. öld.
Þeim bregður samt aðeins fyrir, t. d. er hugsunin furðulík í þessum
ljóðlínum „brennur vatn í eldi“ og þessum tveimur dæmum:
í eld er bezt að ausa snjó,
eykst hans log við þetta.
Vatn til ljóss má brúka.
Fleira er líkt með hinni lausavísunni og öfugmælakvæðinu. I
henni er sagt, að fley vilji sigla um heiðar en í kvæðinu „hoppa
skip á fjöllum“ og „um hafið ríða hestum má“ minnir menn óneit-
anlega á upphaf lausavisunnar.