Skírnir - 01.01.1974, Page 111
ÞORLEIFUR HAUKSSON
Glíman vid engilinn
i
okkur sem fædd erum á árum síðari heimsstyrjaldar og síðar og
fréttum nærri daglega af blóðugum átökum hvarvetna um heims-
kringluna er vafalaust örðugt að gera okkur fulla grein fyrir því
áfalli, því reiðarslagi sem heimsstyrjöldin fyrri varð ýmsum hugs-
andi mönnum þess tíma, örvæntingunni, hruni allra þeirra verðmæta
sem tilveran hafði grundvallast á. Bölhyggjunnar sem gegnsýrði
evrópskar bókmenntir þessara ára varð þó lítið vart í bókmenntum
sem skrifaðar voru hér á landi, til þess var ísland of einangrað og
fjarri hinum stríðandi öflum. Hér á landi gátu menn skoðað at-
burðina í ólýmpískri fjarlægð og jafnvel notað þá sem enn eina
sönntm fyrir framhaldslífi sálarinnar, órjúfandi sambýli allra
manna, lífs og liðinna.1
I Danmörku sat þá ungt íslenskt skáld, nýgift, nýbúið að vinna
fyrsta rithöfundarsigur sinn, Gunnar Gunnarsson. Það ritverk sem
fyrst hafði lyft honum til frægðar var að efniviði sótt til íslenskrar
sveitar og var borið uppi af ríkri lífstrú, trú á sigur hins góða í
mannheimi, sátt og hamingju. En þegar með næstu bók er öllu um-
snúið. Gunnar segir sjálfur í eftirmála Strandarinnar:
Mér hafði fyrnzt minningin um Búastríðið og vonin um frið í mannheimum
fest hað djúpar rætur í hjarta mínu, að varla er ofsagt, aS þessi styrjöld á
næstu grösum bylti um koll vaknandi trausti mínu til framtíSar og forsjónar,
sneri meS hrottagalsa ærSra undirdjúpa dýrSaróSi lífsins í djöflasæringu.2
Næstu árin skrifar Gunnar hverja bókina á fætur annarri og geng-
ur vægðarlaust á hólm við þennan nýja og miskunnarlausa veru-
leika. Þessi „glíma við engilinn“ er örvæntingarfull og þrotlaus leit
að kjölfestu í trylltri veröld.
Það er reyndar athyglisvert að Gunnar er, eins og Einar H. Kvar-
an, fjarri sjálfum vettvangi atburðanna. En hvernig stendur þá á því