Skírnir - 01.01.1974, Síða 116
110
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
friðar í þeirri fullvissu að líf sé eftir þetta, tilgangur með tilverunni.
Anna er þannig hliðstæða Vigdísar og mynd hennar ljær því sam-
bandi þeirra Gríms og Vigdísar aukna dýpt og fyllingu.
Eins og bent hefur verið á9 kemur Jón Oddsson varla fram sem
nógu skýr persóna innan framvindu verksins. Hann hefur, þótt sögu-
maður sé, svipað hlutverk og aðrar aukapersónur sögunnar eins
og rakið hefur verið. Það er liér sem víða annars staðar í styrjald-
arsögum Gunnars að boðskapurinn ber persónusköpunina ofurliði.
Jón hefur samt nokkru sögumannshlutverki að gegna. Sagan er
bundin sjón hans, með hans augum kynnumst við t.a.m. veikinni í
bænum þar sem hún er væg, og aðeins einu sinni (bls. 211-12)
fáum við sýn að sjúkdómnum eins og hann gerist verstur, og þar
með fær lesandi hugmynd um þá eymd og ógn sem Grímur sjálfur
horfir upp á nær hvíldarlaust sólarhringum saman og á sinn þátt í
að hrjóta niður geðheilsu hans.
Táknbygging sögunnar er talsvert merkileg. Dagarnir eru sjö
eins og sköpunardagar heimsins í biblíunni, og sú samtenging er
undirstrikuð með lokaorðum sögunnar: „Og það varð morgunn og
það varð kvöld hins sjöunda dags.“ I nánum tengslum við þetta
tákn er eldsúlan í austri sem myndar stöðugan, ógnvekjandi bak-
grunn sögunnar. I táknbyggingu sögunnar er sköpunarsögunni snú-
ið við, þ.e. nánast snúið upp á andskotann. Og samtímis kemur
heimsstyrj öldin mikla upp í hugann, vafalaust er eldsúlan að ein-
hverju leyti tákn hennar. Eldsumbrotin eru sögumanni merki þess
hve varnarlaust við mennirnir erum ofurseldir blindum öflum, innri og ytri.
Það afl, sem nú hafði aðeins rænt okkur birtunni og örygginu, var ef til vill
ekki hættulegast. Og nógu hættulegt eigi að síður.10
Og þegar eldsúlan er hjöðnuð:
Fyrst þegar ég stóð aftur við útidyrnar heima hjá mér, og staldraði andar-
tak við og horfði í kring um mig, varð mér það ljóst, að eldstólpinn, sem stað-
ið hafði heila viku eins og óskiljanlegt reiðinnar tákn úti við sjóndeildar-
hringinn í suðaustri, var horfinn - sokkinn í jörðina - sokkinn í það brenn-
andi dauðans djúp, sem hann hafði risið úr. Ófrjór bruni hans hafði eytt
sjálfum sér. Eftir var aðeins rauð, blossandi minning í huga þeirra, sem höfðu
séð hann. Rauð, blossandi minning, sem festist að minnsta kosti í huga mín-
um sem hræðilegt tákn þess lífs, sem hækkaði og lækkaði logandi kringum
mig - iækkaði og hækkaði. Hvað varð eftir, þegar mannshjartað hafði að