Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 121
SKÍRNIR
DRAUMUR í SÝN
115
og móðurjarðar. Og þar sem nesnám og strandhögg hinna fornu
víkinga fólu í sér dauða og tortímingu í útlendum byggðum reis ís-
lenskt líf til æðra gildis í sögum Gunnars á erlendri grund. Verk
hans öll bera þannig vitni um andlega starfsemi hins ógleymna út-
flytjanda sem í skáldskap hefur fundið þrá sinni vængi og auðnast
þar að kristalla draum sinn í sýn.
II
I þessu greinarkorni verður einkum dvalist við nokkrar af þeim
skáldsögum Gunnars Gunnarssonar sem kalla má sögulegar, þ. e.
sögur sem taka efni sitt, atburði og persónur, úr raunverulegri þjóð-
arsögu íslendinga.
Allar eru þær úr þeim mikla bálki sagna er Gunnar nefndi „Land-
nám“. Elsta greinargerð hans fyrir sagnaflokknum sem mér er kunn
birtist í eftirmála við dönsku útgáfuna á Jörð 1933:
Af denne Række selvstændige Romaner, der er tænkt som et Længdesnit
ned igennem Islands Historie og som samlet gerne skulde give Billedet af et
Folks Vorden og Liv, foreligger Edbrýdre og Jón Arason, Bind I og VII, og
nu Jord, Bind II, mens Svartfugl, Komedien Rœvepelsene og tildels Vikivaki,
som er blevet til undervejs, h0rer til Udenværkerne. Romanrækken agtes
fuldf0rt i 12 Bind.2
Síðan hefur verið nokkuð á reiki hverjar sögur sínar Gunnar
teldi til Landnámsflokksins. Þannig segir hann í eftirmála við Jón
Arason 1948:
Af sagnabálki þessum hef ég annars lokið við Fóstbrœður, Jörð, IIvíta-Krist,
Grámann, Jón Arason, Svartfugl og Heiðaharm. Sér hver maður, að þarna
eru glompur miklar og því ekki um neinn fyrirmyndar fjallgarð að ræða - í
hæsta lagi eins konar Skarðsheiði. Væri athugandi, hvort ekki bæri að breyta
heildarheitinu í þá átt. Og gæti það þá raunar átt við verk mín öll.3
1 eftirmála við Hvítakrist í Landnámuútgáfunni hefur Gunnar
hins vegar sleppt Heiðaharmi úr sagnabálkinum, en þar segir hann:
Saga þessi er liður í sagnabálki, er kallast Landnám. Þótt þess sé áður
getið, skal tekið fram til gleggra yfirlits, að röðin, sem þeim sögum endanlega
er ætluð, er þessi:
1. Fóstbræður. - Vantar í ritsafn þetta, enn sem komið er.
2. Jörð.
3. Hvítikristur.
4. Grámann. - Ætti að geta komið út áður langt um líffur.