Skírnir - 01.01.1974, Page 124
118 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
IV
Þegar litið er á höfundarferil Gunnars Gunnarssonar og skáldsögur
hans í heild sinni sést að þær bera mjög samfelldan svip. Þau
grundvallarviðfangsefni sem höfundur glímir við á löngum ferli eru
mörg hver komin til sögunnar þegar í fyrstu skáldsögu hans, Sögu
Borgarættarinnar.
Eðlilegt má telja að líta á hin fjögur bindi hennar sem ávöxt af
mótunarskeiði höfundar. I þeim sjáum við strax tvö megineinkenni
sem síðan hafa sett mark á verk Gunnars.
Annars vegar sækir íslenskt mannlíf í mikilli grósku og fjöl-
breytni á hug hans. Hins vegar leitar hann lausna og svara við
djúpstæðum sálrænum og siðlegum spurningum.
Að lokinni ritun Sögu Borgarættarinnar tekur við á höfundar-
ferli Gunnars tímabil glímu við hvers kyns lífsskoðanir, siðleg,
sálfræðileg og trúarleg vandamál. Þetta skeið einkennist framar
öðru af leit höfundar og þema þess mætti e.t.v. draga saman í hina
fornu setningu: — Þekktu sjálfan þig.
Frá þessum árum eru sögurnar Ströndin, Vargur í véum, Dreng-
urinn og Sælir eru einfaldir; en inn í þessa röð sagna þar sem fram
fer heimspekilegt, sálfræðilegt, trúarlegt, siðlegt og almennt lífs-
skoðanalegt uppgjör kemur fyrsta sögulega skáldsagan, Fóstbræður,
1918.
í Fóstbræðrum er vissulega fjallað um kjarnlæg mannleg vanda-
mál svo sem átrúnað og lífsafstöðu, enda væri sagan undantekning
meðal verka Gunnars ef svo væri ekki, en hér er hið sögulega við-
horf komið inn og í Fósthræðrum ríkir meiri bjartsýni og lífstrú en
í öðrum verkum Gunnars frá þessum árum.
I eftirmála við Landnámuútgáfuna af Fóstbræðrum kveðst Gunn-
ar búinn að gleyma því hvenær honum hafi fyrst dottið í hug að
nota atriði úr sögu Islands sem uppistöðu í sagnabálk. Ljóst er þó
af viðtali við höfundinn árið eftir að Fóstbræður komu út að þá
þegar vakir Landnámsflokkurinn fyrir honum:
Det er mit Maal at faa skrevet en Række Romaner specielt om hele Islands
Historie fra Sagatiden og lige til nu. Stoffet er jo overvældende, det gælder
om at begrænse det ... forpvrigt skriver jeg ikke mine historiske Romaner
efter den bestemte Regel, som en meget lært [svo] og produktiv historisk
Digter her i Landet gðr .. .8