Skírnir - 01.01.1974, Page 158
152
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
pósthestum í sæluhúsinu við Jökulsá (237); hann þurrkar eld-
spýtur á sér berum í hríðinni (240); skórnir sem Eitli eru gerðir
að ferðalokum (242). Og svo framvegis.
En ef hugað er að tímatali í Aðventu má brátt sjá stílfærslu hins
sannsögulega frásagnarefnis í meðförum Gunnars Gunnarssonar.
Frásögn Þórðar Jónssonar í Eimreiðinni hefst hinn 8da desem-
ber 1925, sem var þriðjudagur; þá safnast um kvöldið nokkrir
menn saman að Reykjahlíð við Mývatn til fjallferðar daginn eftir;
þar á meðal er Benedikt Sigurjónsson. Þaðan í frá er ferðasaga
þeirra og síðan Benedikts eins rakin dag frá degi uns hann kemur
aftur til byggða á annan jóladag; og kemur sú frásögn, fólk og at-
burðir eins og fyrr segir, í öllum meginatriðum heim við frásögn-
ina í Aðventu.
Ferð Benedikts í Aðventu hefst á hinn bóginn á sunnudegi, sjálfan
aðventusunnudag, þegar hann heldur, eins og síðar getur, á byggð-
arenda, að Botni; það hefur verið lsta desember eftir tímatali
sögunnar, en aðfangadag jóla ber þar upp á þriðjudag. Þetta er
nauðsyn vegna hins kristilega táknmáls og boðskapar sögunnar; en
þess vegna verður líka að auka viku í hrakninga Benedikts við það
sem heimildin greinir. Þetta er gert með þeim einfalda hætti að eftir
að Benedikt finnur kindur á fjalli (235-236) er heil vika látin líða
meðan þeir Eitill og Leó bisa við þær án þess að nánar sé frá at-
burðum greint. „Þannig leið sá dagur. Síðan dagur af degi. - Viku-
daginn næsta ...“ (236).
Samsvörun með Aðventu og frásögninni í eftirleit er þá þannig
að fyrsta vika Benedikts í Aðventu, lsta til 8da desember, svarar
til 8da til 15da desember í frásögn Benedikts Sigurjónssonar; þá
snýr hann heim að Grímsstöðum á Fjöllum og hvílist þar í tvo
daga, 16da og 17da desember. Ekki verður hins vegar annað ráðið
af Aðventu en Benedikt fari frá Jökli í rauðabítið á mánudags-
morgun 9da desemher (221-222). En ef að er gáð vantar hér líka
tvo daga í frásögnina: á þriðja degi er kominn föstudagur (235-
236) sem eftir því er 13di desember. Þá líður vika uns aftur er kom-
inn föstudagur (236-237) og 20. desember. (Þó er í sömu svifum
talað um sunnudaginn sem í hönd fer sem „þriðja sunnudag i að-
ventu“, en það er í raun hinn fjórði, 22ar desember). En þar með
ber aftur saman frásögnum í Aðventu og í eftirleit dag fyrir dag,