Skírnir - 01.01.1974, Side 163
SKÍRNIR
KASTA BRAUÐI ÞÍNU Á VATNIÐ
157
kvöl og angist, hefur hyrði að bera síðan í æsku: síðan hún, ástar-
innar vegna, brást föður sínum og minningu móður sinnar og hrá
lieitum við Abel, unnusta sinn. Hún uppsker líka hina afkáralegu
afbrýði Níelsar á efri árum þeirra. En sigurhrós Geirþrúðar stafar
af því að hún er sjálfri sér trú, játast lífinu eins og það kemur fyrir
og þeirri ábyrgð sem það leggur á hana. Kasta brauði þínu á vatn-
ið. Og þegar margir dagar eru umliðnir muntu finna það aftur.
Þeir Sigurbjörn og Hjörtur gera háðir upp sakir ævi sinnar í
Blindhúsum. Það var vegna hans stríða skaps sem Hjörtur gerðist
gullsmiður, og handverkinu, list sinni fórnaði hann sjóninni;
þangað hefur hann dregið Hallgerði með sér, svo hún stendur nú
uppi með aumingja í eftirdragi. Sigurbjörn gáði að vindinum,
horfði á skýin, óttaðist að ógæfa kæmi yfir landið; allt hans líf
var vinnusemi og sparsemi, og þess vegna situr hann hér í tryggum
stað að ævilokum. Var það þess vegna að hann varð blindur? Eða
vegna þess að hann var að verða blindur að hann varð svona? Og
var það aðsjálnin, þessi sífellda sparsemi sem kostaði dætur hans
lífið?
Ur því sem lífið ber að höndum greiðir aðeins lífið sjálft. Svörin
við lífsvandanum í Blindhúsum felast einvörðungu í mynd blindu
mannanna, sáttra við ævikjör sín, eins og þau eru, þrátt fyrir allt,
lengur eða skemur. Þar skilur sagan við þá.
Aðventa ber boðskap, segjum við, um að líf manns sé ófullnægj-
andi þjónusta; það sé að innsta eðli fórn, ella sé það rangsnúið;
það sé hlutverk mannsins að gefast ekki upp en spyrna móti brodd-
unum; að réttu lagi sé líf hans þáttur í einhverju óskiljanlegu æðra
samhengi. Kristinn boðskapur? Hann er að minnsta kosti úr
kristilegu efni gerður, þeirrar kristnu trúar sem er Benedikts sjálfs.
Að því leyti eins og öllu öðru er efnið í sögu hans, sem boðskapinn
ber, alveg jarðneskt og mannlegt.21
Kristilega efnið í sögunni, það er í fyrsta lagi aðventan sjálf,
jólafastan: sagan lýsir beinlínis undirbúningi undir jólahátíðina.
„Slíkt er hægt að gera með mörgu móti. Benedikt gerði það líka á
sinn hátt“ (187). Það er til að halda þessu merkingarsviði sögunn-
ar tii skila, að tímatali hennar er hagað eins og að ofan var lýst,
hvað sem heimild sögunnar líður og raunsæisaðferð sjálfrar hennar
að öðru leyti. Jólin eru fæðingarhátíð frelsarans: þá er fagnað