Skírnir - 01.01.1974, Síða 171
SKÍRNIR KASTA BRAUÐI ÞÍNU Á VATNIÐ 165
Hálfgóður og hálfslæmur - að hálfu maður og að hálfu skepna. Ó, já,
svona var það nú og ekki öffruvísi (194).
20 Svo djúpt var á þeim draumum. Draumunum um það. Sem enginn vissi um,
nema hann og Guð. Og fjöllin, sem hann hafffi hrópað þá fyrir í kvöl sinni.
En þegar á fyrstu fjallgöngu sinni hafði hann skilið þá eftir þar upp frá.
Þar voru þeir vel geymdir. Eða var máski ekki svo djúpt á þeim, eftir allt
saman? Voru þeir á sveimi í fásinni fjallanna, eins og andar í útlegð, sem
lifa sínu flöktandi og afskræmda h'fi í snjóauðn og veðruðu grjóti? Voru
það þeir, sem hann varð að líta til á hverjum vetri, þarna inni á öræfunum
- hvort þeir væru ekki ennþá orðnir örmagna og gengnir niður í jörðina?
(195-196).
21 Um kristilegt efni í sögunni var rætt í grein um Aðventu í Jörð, tímariti
teknu saman af Sverri Hólmarssyni og Þorsteini Gylfasyni I, 1963, 30-35.
22 Grámann. Rit XIX, Reykjavík 1957, 236. - Eftirtektarvert er að þessi stað-
ur er mjög hreyttur og aukinn í íslensku gerðinni frá hinni dönsku frum-
gerð sögunnar. Þar sér Loftur enga aðra lausn en guðstrúna, og hafnar þar
með voninni urn grámann:
„Lopt tav længe. De tav begge længe.
Vi er kun Mennesker, Far - og ilde farne, sagde Lopt omsider, meget
sagte. Gud maa komme igen, hvis det ikke skal gaa os ilde. Han maa
anraabes, til han kommer! ...“ (Graamand, Kpbenhavn 1936, 312).
Má ekki ætla að lýsing Lofts í Grámanni hafi í íslensku gerð sögunnar
litkast af mannskilningi Aðventu? Annað mál er það, hvort lýsing Lofts er
ekki sjálfri sér og sögunni samkvæmari í dönsku gerðinni.
23 Brimhenda. Fjandvinir. Sögusafn. Rit XVI, 1954, 7-74. Sonate ved Havet,
Kpbenhavn 1955.
24 „Frumdrættir, ógreinilegir þó, bárust höfundi í hendur skömmu eftir að
hann kom til Reykjavíkur alfarinn að austan,“ segir Gunnar Gunnarsson í
eftirmála sögunnar. „Síðan þorði hann ekki um að spyrja. Forðaðist eins
og heitan eldinn að grennslast eftir æviferli hvað þá útliti aðalpersónunn-
ar, mundi ekki einu sinni nafnið. Er meginhluti atburða því hreinn til-
búningur eða þeir dregnir að annars staffar frá og lagaðir í hendi." (Vina-
fagnaður. Rit XVI, 245).
23 A hringsóla hnetti munu fáir hafa mundað minna og færri þó unað þeim
kjörum. Fábreytnin var að vísu aðallega á yfirborði. Betur að gáð var til-
verunefna torfristumannsins gagnauðug að atburðum. Lítt álitlegum flest-
um hverjum, það skal viðurkennt. Að útgönguathöfninni frátalinni satt að
segja flatgæfum á borð við flóann að Bakkabaki, Breiðamýrina. Orlaga-
stefnan hélt uppteknum hætti ævina á enda, heimatilsniðin, ef svo mætti
segja. I fádæma rökréttri framrás jafnóyggjandi og önnur lögun æsku-
stöðvanna: marhorðið sýndarslétt suður undir himinskáann, nyrðri helft
sjónbaugsins umlukin óalúðlega skarðri fjallarunu. En látalætis-tilgangs-
leysið eigi að síður magnþrungið eða að minnsta kosti táknrænt (10-11),