Skírnir - 01.01.1974, Síða 178
BENEDIKT GRÖNDAL
Bréf til Sigríðar E. Magnússon
Sverrir Tómasson bjó til prentunar
SlGRÍÐUR,1
Jeg hef nú skrifað yður til tvisvar eða þrisvar,2 og hef ekkert hréf
fengið frá yður - og engum að heiman af ýngri kunníngjum mínum
nema Eiríki.3 Mér þykir skrítið að þér skulið ekki nenna að hripa
mér eina eða tvær línur, en jeg get ekki neydt yður til þess. Samt
ætla jeg nú að ónáða yður með þessum miða, sem jeg enn ekki veit
hvað muni innihalda, því andinn mun vera reiðubúinn til að inn-
gefa mér eitthvað jafn ótt - þó það verði ekki nema rugl. Núna er
kvöld og fegursta vorveður sem hugsast getur, himininn optast
heiðríkur með léttum skýjum neðst við hafsbrún, eða annað veifið
svífa skúraþrúngin ský frá suðrænum sölum uppá himinbogann, og
sólin lítur himnesk og ljómandi frá hinum vestræna kvöldsal og
eys glóandi gleðiljósi út yfir grænar og ilmandi grundirnar, meðan
þær döggvast af mildum skúrum og hvurt blómið lifnar eptir annað
í vorblíðunni. Jeg bý út á Strandvegi4 á móti Eyrarsundi og kalla
jeg stundum hátt yfir til Málmeyjar og Landskrónu á Svíaströnd-
inni, en enginn heyrir það, því jeg get ekki kallað nógu hátt - þó
gat jeg kallað svo hátt heima, frá Kleppi og yfir til Sekra5 (hljá)
að það hvíngall undir í Esjunni og öll Viðeyjarnautin urðu vitlaus.
Alltaf lángar mig heim til Islands, og jeg er núna miklu íslenzkari
en jeg hef áður verið; það er merkilegt, þetta mannkyn, að það vill
optast hafa það sem það ekki hefur, en það sem það hefur, kærir
það sig ekki um. Hér keyrir ógn af fólki framhjá á Sunnudögunum,
konur og karlmenn, kvennfólk ljótt og fallegt, skeggjaðir og skegg-
lausir menn og kallar og strákar og stelpur og fliðrur6 og kellíngar
og börn og stúlkur, kóngurinn og griðkur og vinnukonur og ekkjur
og hórkonur og heimasætur og nunnur og stofuj ómfrúr, en þó hef
jeg engan séð sem jeg legg að jöfnu við ráðgjafa Rússakeisara, sem