Skírnir - 01.01.1974, Síða 180
174
BENEDIKT GRONDAL
SKÍRNIR
vestan af Breiðafirði. Jeg hef séð gamla Hendrichsen12 opt á göt-
um í vetur, og er hann orðinn mikið ærbar síðan hann hætti að
dramma sig á blóðlitum böðulskonj ökkunum inni í Skænkinum hjá
Gróu sem kölluð er merargróa13 — sæl sé hennar minníng því hún
hefur margan drykkjað. Anna Bagger og Næser14 bjuggu í sama
húsi og jeg í vetur, en jeg átti nú annað eptir en að koma þángað -
Næser sá jeg, og er hann nú orðinn svo óviðráðanlegur af ofsa og
ferlegri hugarákefð að það er mannhætta að vera nærri honum, svo
er hann bráðlyndur; hann gekk skrítilega búinn, með Mantilin15
eins og konur. Þar sá jeg líka á tröppunni Sínu,16 sem einusinni
hét Billenberg, en nú veit jeg ekki hvað hún heitir eða neitt um
hana, jeg þekkti hana á því að hún var eins og hún var áður, og
sýndist mér Rosabulla yfir augabrúninni, en kannske það hafi
verið missýníng. Annars gerir það litla lukku, þetta fólk sem híngað
kemur að heiman, og veit jeg ekki hvað þess háttar ráp á að þýða -
skoðið þér liljurnar á mörkinni sem í dag eru fegri en Salómon í
allri sinni dýrð, en sem á morgun verður kastað í ofn;17 skoðið
þér Theodor Th.,18 skoðið þér Garða Björn.19 Það lítur svo út sem
Islendíngar haldi áfram með að samblandast Dönum með giptíng-
um, allt svo merkilegar þær eru, þegar menn mega nærri því aldrei
vita hverra manna konurnar eru, og eru þar að auki Ijótar,
fátækar og heimskar - og hvar eru þá kostirnir? Jeg sá líka Jó-
hönnu (sem var hjá greifanum)20 - það vildi svo til að jeg gekk
upp Skinnaragötu, um sunnudag, og gekk fram hjá kvennmanni sem
jeg tók ekki neitt nákvæmlega eptir - en rétt á eptir heyrði jeg hlát-
ur mikinn og sköll fyrir aptan mig, það var þá Jóhanna og vildi
tala við mig, því hún þekkti mig, og get jeg ekki annað sagt frá
okkar viðtali en að mér fórust ekki sem fínast orð; síðan hef jeg
ekki séð hana. Gunnlaugur Þórðarson er loksins lofaður svenskri
ekkju,21 ekki svo ólaglegri, hún á tíu þúsund, að sagt er; hvurt satt
er, veit jeg ekki. Og meira að segja, jeg hefði líka getað náð í eina,
sem ekki var fátækari, ef hún hefði náð í mig - en það lætur sig
ekki gera því jeg er vandlátur í þeirri sök ef jeg er ekki vitlaus eins
og jeg hef stundum verið.
Þér megið ekki búast við að þetta bréf verði neitt meistarastykki,
því það er vandi að skrifa bréf, ef menn e(i)ga að raða niður hugs-
ununum og látahverja fljóta af annari; og það er þó enn meiri vandi