Skírnir - 01.01.1974, Page 185
SKÍRNIR
BRÉF TIL SIGRÍÐAR E. MAGNÚSSON
179
96 örlaga nornin sverðið skekur,
og lykur aptur lukku veg
og ljúfa gleði burtu hrekur;
99 þá harðnar brjóst, og harmar láta
hjartað stálhrynju klæðast [í;]
það hjálpar ekki að hrína og [gjráta,
102 heimurinn hlær að öllu því -
þess vegna skaltu skaparan[n]
með skæru þakkar lofi prís[a]
105 sem gleði lét með raunum [rí]sa,
og rétta blöndun hluta f[an]n;
hvað væri sífelt logn og lj[ós],
108 ef limið aldrei hristi vin[dur],
og nóttin ei frá ægis ós
oss fengi bendt á Heljar g[rin]dur?
112 Nú, þegar næturljósið logar,
og lýsir mér um dimma stund,
þegar miðnætur-sjórinn sogar,
115 og svífur máninn yfir grund,
þá líða svipir dauðra daga
í dauðablæjum fyrir önd,
118 sem norðurljósa böndin braga
bærð af snjóhvítri Freyju hönd;
reikandi stjörnur tæmdra tíða,
121 tindrandi á lífsins himinbaug,
raunaleg tár og rósin fríða,
runnin af jörð við liðins haug -
124 hvað skal jeg veikri telja túngu
tálfögur blóm, sem lífið ól,
þá svínin öll sem englar súngu,
127 og anzkotinn lýsti einsog sól!
þegar að rósir þyrna földu,
og þýða buðu gleðisæng,
130 þegar að kossar tímann töldu,
og trygðin flaug á stolnum væng!
Allt þetta letur dimmra drauma