Skírnir - 01.01.1974, Side 189
SKÍRNIK BRÉF TIL SIGRÍÐAR E. MAGNÚSSON 183
14 Anna Bagger er sennilega dóttir Henriettu Bagger sem bjó með Hendrich-
sen lögregluþjóni í Klúbbnum. Ekki hefur tekist að hafa upp á Næser.
13 Mantilin er eins konar kvenmöttull.
16 Sína er Hansína dóttir J. J. Billenbergs fyrrum skósmiðs í Reykjavík.
17 Eflaust er Gröndal að gefa hér í skyn ófagurt líferni íslenskra kvenna í
Höfn.
18 Theodór Thorstensen (1832—60) var sonur Jóns landlæknis; hann nam
við Lærða skólann 1846-1851; hann hvarf frá námi í Höfn og settist í
prestaskólann, en lést áður en hann lauk prófi.
19 GarSa-Björn. A hann er minnst einu sinni í öðru bréfi. Þetta gæti verið
Björn Björnsson úr Görðum, sem kemur við málaferli í Reykjavík eftir
miðja síðustu öld.
20 Jóhanna sem var hjá greifanum. 1854 er skráð vinnukona hjá Trampe
greifa Jóhanna Jónsdóttir. Arið eftir er hún farin úr vistinni, svo verið
gæti að við hana væri átt hér.
21 Gunnlaugur Þórðarson (1819-61) var skrifari Konráðs Gíslasonar. Gröndal
lýsir honum þannig: „... var meðalmaður, alllaglegur, ákaflega pósaiskur,
og samdi sig helzt eftir Konráði." [Ritsafn IV, 395]. Á þessa sænsku konu
minnist B. Gröndal einnig síðar í Dægradvöl.
22 Olafur séra, er Olafur Pálsson (1814-76) dómkirkjuprestur í Reykjavík
1854-1871.
23 Þau Sigríður og Eiríkur voru gefin saman í hjónaband í stofunni hjá Jóni
Guðmundssyni ritstjóra.
24 Þetta fólk er flest kunnugt: Rector er Bjarni Jónsson (1809-68), Steinsen
er Torfi Steinsen söðlasmiour, Nielsen er F. E. A. Nielsen timbursveinn,
M. Grímsson er Magnús Grímsson (1825-60) þjóðsagnasafnari, Jón Bene-
diktsson (1830-1907) varð síðar prestur, madama SigríSur er líklega Sig-
ríður Jakobsen, frú Gunlögsen er sennilega Guðlaug Aradóttir, síðari
kona Björns Gunnlaugssonar yfirkennara. Óvíst er hver Cœcilia er. Bisk-
upinn er Pétur Pétursson.
23 Hróbjartur var alkunnur brennivínsberserkur í Reykjavík. Um hann hefur
Kristján Jónsson ort kvæði. Óvíst er hver Gunna svœla er.
26 Jónassen, sennilega er átt við Þórð, skrifara hjá stiftamtmanni. Magnús er
séra Magnús Jónsson (1828-1901) frá Víðimýri. Mathiesen var factor í
Reykjavík á meðan Gröndal dvaldist þar 1850-1857.
27 Vera kann að suðurförin með Djunka hafi þá þegar verið ákveðin.
28 Líta má á kvæðið í þessu bréfi sem uppkast höfundar. Hann hefur sjálfur
tekið af því eftirrit og eftir því var það prentað í Ljóðmælum [Reykja-
vík 1900], 314. Sú uppskrift er í Lbs. 2854 4to. Fyrirsögn þess er þar: Bréf
til Sigríðar Einarsdóttur (Magnússon) 20 Mai 1858 (Strandveien 146 A).
Kvæðið er ritað á bláan pappír, örlítið þykkari en á bréfinu sjálfu. Gröndal
hefur breytt kvæðinu lítils háttar í hreinriti. Hann hefur þó ekki látið
prenta allar lagfæringarnar. Þá hefur hann vikið við greinamerkjasetningu