Skírnir - 01.01.1974, Page 198
192
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
ernis- og framtíðarsýnin úr Væringjum. Hér er tæknidýrkun ís-
landsljóða: „Sjáið risastig heims! Tröllbrot rafar og eims / selja
rammleik og auð hverri mannaðri þjóð.“ Og hér er meira að segja
komið orðalag úr Aldamótum, að ekki sé talað um oftrú á norrænan
kynstofn:
Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauS,
margt hérað sem eyðimörk köld og dauð.
Sú öld, sem nú hefst, á hlutverk að inna -
sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls.
En sýnir ei oss allur siðaður heimur,
hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geimur,
að hér er ei stoð að stafkarlsins auð?
Nei, stórfé! Hér dugar ei minna!
Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds
að græða upp landið frá hafi til fjalls.
Hann opnar oss hliðin til heiðanna’, á miðin,
í honum hýr kjarni þess jarðneska valds.
Þann lykil skal Island á öldinni finna, -
fá afl þeirra hluta’, er skal vinna.14
Skáletruðu línurnar tala skýru máli. Hins vegar sýnist mér engin
ástæða til að kalla þetta áhrif eða rittengsl né neinu slíku nafni. Hér
er einfaldlega um að ræða hugsun sem báðum skáldunum, Einari
Benediktssyni og Pétri Gaut, er eðlislæg. Annað dæmi úr sömu
framtíðarsýn Péturs má nefna:
Feikn er að horfa yfir öræfin auðu!
í órafjarlægð þar sje jeg einn strút. -
Hver grundar drottins ætlun út
með öllu þessu, tómu og dauðu?
Þetta hvílir allt kalt og magnlaust,
kulnað og brunnið og öllum gagnlaust.
Er sjórinn þar eystra sem breiðan, blikið
ber við lopt? Nei, augað er svikið.
í vestri, þar hyllir upp haf og sand,
en hryggur, sem skilur að sjó og land.
(hugsun flýgur í gegnum hann.)
Skilur að? Hann er örmjór grandinn,
og auðgert -! Bara ræsi eða skurð!
Þá beljaði fossinn á flóðsins hurð
og flytti líf inn á eyðisandinn.