Skírnir - 01.01.1974, Page 201
HELGA KRESS
Heima er bezt
Nolchur orð um íslenzkan veruleika í Foldu eftir Thor Vilhjálmsson
Eitt meginhlutverk bókmennta er að afhjúpa. AS sjá gegnum við-
teknar hugmyndir samfélagsins og sýna veruleikann að baki þeim.
Þetta gerir Folda eftir Thor Vilhjálmsson (1972), sem tekst að
draga upp skýra mynd af íslenzku samfélagi, hugmyndafræði þess
og veruleika.1
Folda segir þrjár ferðasögur, sem höfundur kallar skýrslur. Virð-
ist hann með því vilja forðast nafn smásögunnar, sem er að því
leyti rétt, að form þeirra er laust og frásögnin án spennu. En á hinn
bóginn er sögumið þeirra eitt, þær gefa augnabliksmyndir af ein-
kennandi atvikum, og djúpar persónu- og sálarlífslýsingar hafa þær
ekki. Ofugt við síðustu skáldsögur Thors, Fljótt fljótt sagði fuglinn
(1968) og Op bjöllunnar (1970), sem eru hreinlýrískar og gerast
hvorki í tíma né rúmi, eru sögur Foldu að meginþræði epískar. I
þeim er atburðarás með upphaf og endi, og sviðið er að mestu fast.
f nafninu Folda felst þema bókarinnar. Það er eins konar gælu-
nafn á Islandi, stytting á skáldskaparheitinu ísafold. En þótt sjálft
sögusviðið sé að miklu leyti utanlands, fjalla skýrslurnar allar um
ísland og Islendinga.
Fyrsta skýrslan Hrakningar gerist á íslandi, og er að ytri gerð
skopstæling á dæmigerðum íslenzkum frásöguþáttum um hrakn-
inga og mannraunir á fjöllum. Nokkrir bændur taka sig upp um há-
vetur í leit að konu, sem á að vera grafin í fönn einhvers staðar í
óbyggðum. Skrásetjari er ekki sjálfur með í för, en virðist einkum
hafa að heimildarmanni Björn bónda á Sigríðarhóli, sem lýst er
sein skynsömum ráðdeildarmanni og fyrir hópnum í öllu. Einu
sinni er beinlínis til hans vitnað: „Svo minnti Björn á Sigríðarhóli
þá síðar var þar um rætt“ (45). ASrir ferðalangar eru velþekktar
manngeröir úr íslenzkum sögnum, kappinn og kvennagortarinn Jón