Skírnir - 01.01.1974, Page 204
198
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Allt hvítt; og snjórinn víðast tandurhreinn sem nýfallinn, þó aðeins hattaði
fyrir dökknum af eldra snjó. Allt var hvítt utan vakandi auga hestsins svart;
var tilsýndar að sjá sem stæði skegg upp úr honum og maðurinn væri frosinn
niður í ísinn.
... Við riðum varlega yfir jiennan ísfjötraða mann til að vekja hann ekki upp.
Þegar við fórum yfir hann sáum við augu hans hvika og fylgjast með ferð
okkar, ekkert gat hann sagt (27-29).
Annað leiðarmótíf er villa ferðalanganna, sem verður þeim mun
táknrænni við að þeir eru að leita að týndri konu. Alla ferðina eru
þeir rammvilltir: „Nú var himinn orðinn skrofóttur þeirrar áttar
þar sem þeir héldu vera norður en gæti verið vestur þó“ (38). Og
svo villtir geta þeir orðið, að þeir vita hvorki upp né niður:
Um dagmál voru þeir staddir í skarði einu, og sá fjöll á báðar hendur, og
höfðu farið upp fjallshlíð; en svo hafði veðrið verið mikið að þeim var það
ekki ljóst fyrr en hér var komið að þeir höfðu farið að kalla lóðrétt það sem
þeir höfðu haldið vera lárétt líkt og jarðspjaldið hefði verið reist upp á rönd
01). >
I veizlunni meðal framandi fólks fær villa þeirra víðari merk-
ingu: „Þeir mundu ekki hvaðan þeir komu. Hverjir voru þeir?“
(55). En skyndilega er sem álögum sé hrundið. Pósturinn Álf-
mundur ber þeim þessi orð landvætta, sem einnig má líta á sem
boðskap til íslendinga, og þar með þema sögunnar: „Þið eigið þetta
land“ (68).7 Gunnsa kemur til móts við þá, óð og afturgengin, og
kappinn Jón á Hraðastöðum hefur engin umsvif en drepur hana:
Hefði þetta verið hún Folda, segir Jón: þá hefðum við fundið hana lifandi
og hressa ... Og vísast hún hefði skilað sér sjálf til byggða hún Folda (77).
Ferðin sækist þeim nú vel, „og ekki tafði veður þá“ (77). I
sögulok njóta þeir sveitablíðu um réttir, og Gunnsa er upprisin, í
senn fjallkonan ódauðlega og kvenmynd eilífðarinnar.8
Seinni skýrslurnar gerast meir á einum fleti og eru lausar við
dul. Þær segja frá Islendingum á ferðalagi erlendis, og fyrir höf-
undinum vakir „að sýna nútímafólk íslenzkt, nota umhverfið til að
sýna það.“9
í Sendiför skopast Thor að annarri tegund íslenzkra ferðaþátta,
frásögnum sendinefnda af kynnisförum til erlendra ríkja. Formið