Skírnir - 01.01.1974, Page 205
SKÍRNIR
HEIMA ER BEZT
199
gæti verið útvarpserindi, sbr. lokaorðin: „GóSar stundir í guðs
friði“ (167), og segir sögumaður þar frá ferð sinni og félaga sinna
til Kína.
I allri bókmenntarýni er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
normi verksins, þ. e. afstöðu höfundar til efnisins.10 AS athuga,
hvort hann megi teljast ábyrgur fyrir skoðunum sögupersóna sinna
eða hvort hann sé þeim ósammála. Fyrsta persóna í sögu þarf ekki
að vera höfundur hennar, heldur miklu fremur persóna sköpuð af
honum. Sendiför er því ekki frásögn um ferð Thors Vilhjálmssonar
til Kína, heldur manna sem reynast honum gjörólíkir að öllum lífs-
viðhorfum.
Frásagnartækni er sú sama og í Hrakningum. En bil milli höf-
undar og sögumanns verður enn skýrara vegna fyrstu persónu frá-
sagnarinnar og háðið þeim mun meira. Sögumaður sér aldrei
kjarna málsins, en tapar sér í smáatriðum. Og eins og í Hrakning-
um er markmið ferðarinnar lengi vel óljóst. Meira en helmingur er-
indisins fer í nákvæmar lýsingar á fyrstu dögunum, áður en komizt
er á áfangastað. Um dvölina sjálfa í Kína er aftur á móti stiklað á
stóru, og líða dagar án frásagnar.
Sögumaður er talsmaður viðtekinna hugmynda samfélagsins,
hugmyndafræði þess, og fer ætíð troðnar slóðir. I rauninni er frá-
sögn hans ekkert annað en margtuggnar klifanir, jafnt í stíl sem
efnisatriðum.
Sama er að segja um félaga hans, nema kannski Jón Ásmund,
sem tekur sig oft út úr hópnum og sögumanni er sýnilega lítið um
gefið. Ekki örlar á sjálfstæðri hugsun hjá þeim, og þeir taka gagn-
rýnislaust öllu sem að höndum ber. Erindi þeirra eða öllu heldur
erindisleysu má sjá í hnotskurn í þessum línum:
... tóku fulltrúar gestgjafanna á móti okkur; og kváðust vona að dvölin yrði
ánægjuleg, afhentu ilmríkan blómvönd, og sögðust þess fullvissir að heim-
sókn okkar yrSi til eflingar friði og til að auka skilning milli þjóSa, enda
mikilvægt að auka kynni. Esekíel svaraði fyrir okkar hönd, og sagði að það
væri fróðlegt að við værum hingað komnir, og vonuðum við að friðurinn í
heiminum efldist; og viðkynning þjóða í milli væri hin mikilvægasta, og bæri
hin litla þjóð vor fram sínar einlægustu friðaróskir við stærstu þjóðina, og
heillaóskir í átaki hennar í þágu sósíalismans í heiminum (137).
Þetta eru bara orðin tóm, og staðfestingu þess má einnig finna í