Skírnir - 01.01.1974, Page 226
220
BRÉF TIL SKÍRNIS
SKÍRNIR
II. SVAR VIÐ ATHUGASEMDUM EYJÓLFS KJALARS EMILSSONAR
I fæstum orðum greinir okkur Eyjólf Kjalar á um það hvernig skilja beri
orðin ‘huglægur mælikvarði’ þar sem þau standa á bls. 80 og 81 í Lögmáli og
frelsi Brynjólfs Bjarnasonar. Ég hef haldið því fram að þessi orð séu tvíræð:
annars vegar merki þau nánast hugarfar, hins vegar hverja þá siÖareglu (ef
siðareglu skyldi kalla) sem hverjum manni er í sjálfsvald sett hver er. Að auki
hef ég haldið því fram að Brynjólfi sé ekki ljós þessi tvíræðni orðanna, og þar
með séð ástæðu til að freista skýringar á því að hann villist á ólíkum skiln-
ingi þeirra. Á hinn bóginn vill Eyjólfur neita því að orðin séu tvíræð. Hann
telur að í þau beri aðeins að leggja einn skilning, og þann meira að segja
skýran og greinilegan. Þar með telur hann auðvitað þarflaust að leita annar-
legrar skýringar á orðum Brynjólfs, en fulla þörf á tilgátu um ástæðurnar til
afstöðu minnar. Sú er að ég hafi ekki lesið umræddar blaðsíður Brynjólfs
nógu vandlega, enda aðhyllist ég undarlega kenningu um einsýni allra fræða.
Alla vega er það til í þessu að ég held ég hafi aldrei lesið neitt nógu vand-
lega, þrátt fyrir góðan vilja á stundum. En látum vilja minn vera - sem og
einsýniskenninguna.
Áður en lengra er haldið er rétt að víkja að hugsanlegum viðbrögðum
margra lesenda við orðaskiptum okkar Eyjólfs. Það kann að virðast hjákát-
legt tiltæki að þrátta um skilning á orðum höfundar sem enn er á meðal okk-
ar í fullu fjöri. Hvers vegna í ósköpunum spyrja strákarnir ekki Brynjólf
sjálfan hvað hann átti við? Þessu er til að svara að Brynjólfur þarf alls ekki
að vera dómbærari um merkingar orða sem hann hefur sett á bók en hver
óbreyttur lesandi bókar hans. Orð eru ekkert einkamál. Brynjólfur getur ef
til vill frætt okkur eitthvað um hvað hann vildi sagt hafa. En við erum að
tala um verk hans en ekki vilja.
Hitt er dálítið önnur saga að Brynjólfur er alla vega öðrum þræði að tala
um vilja og verk okkar allra. Og þeim orðum má koma að ágreiningi okkar
Eyjólfs að hann telur Brynjólf fjalla um þetta efni eitt á umræddum blað-
síðum bókar sinnar, á meðan ég hef talið að hann fjalli þar líka um annað
efni, sem er vandinn um afstæðar siðareglur, og rugli þessum tveimur efnum
saman. Kannski ég játi það strax að mér hafa ekki lánazt sinnaskipti í þessu
efni, þrátt fyrir góðan vilja Eyjólfs og gott verk.
II
Eins og fram er komið tel ég það hárrétt hjá Eyjólfi að Brynjólfur fjalli á
umræddum blaðsíðum sínum um viljann og verkið. Hann reynir þar að svara
spurningu sem Eyjólfur lýsir sem spurningunni „hvort beri að taka mið af
hugarfari eða ætlun manns, þegar lagður er siðferðilegur dómur á breytni
hans, eða hvort mið skuli tekið af verkum hans og afleiðingum þeirra í hinum
ytri veruleika, án nokkurs tillits til hugarfarsins, sem að baki liggur". Við
skulum kalla það sem hér er í húfi hugarfarsreglu og segja þessa reglu kveða