Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 235
SKÍRNIR
RITDOMAR
229
hafi verið fyrsta nútímaskáld í Danmörku. Og samtímis honum kom fram
annað mikilsháttar Ijóðskáld, Jens August Schade, sem yrkir á nánast súrreal-
ísku myndmáli. Ekki er hans heldur getið í formálanum.
Það þykir kannski leiðinlegt afspurnar, en samt verður ekki betur séð en
dönsk ljóðagerð hafi aðeins sjaldan og að litlu leyti þróast í samræmi við
framvindu Ijóðlistar annarstaðar á Norðurlöndum. Sé reynt að leggja á hana
slíkan mælikvarða, eins og Hannes Sigfússon gerir í formála sínum, lenda
menn óðara afvega. Hannes Sigfússon virðist vera betur heima í ljóðagerð á
öðrum Norðurlöndum. Aðrir verða að dæma hvort mælikvarðar hans gera bet-
ur grein fyrir skáldskap þessara landa. Svo mikið er víst að hann hefur ekki
megnað að lýsa í stuttu máli þróun danskrar Ijóðagerðar, þótt ágætar hand-
bækur um efnið séu aðgengilegar, svo sem Nordens Litteratur eða Moder-
nismen i dansk litteratur eftir Jprn Vosmar og Versets Lfivemanke eftir Torben
Brostrorn.
Það sem best tekst til í formálanum er greinargerð Hannesar Sigfússonar
fyrir skáldskap fimmta áratugarins sem vera má að sé honum mest að skapi.
Aftur á móti tekst verst hið örstutta yfirlit hans yfir Ijóðlist eftir 1955, bls 18-
19. I dönskum ljóðum eftir 1960 gætir einmitt ekki nema að litlu leyti við-
leitni til að „ná til fjöldans“; þvert á móti. Jess 0rnsbo, skáld sem Ilannes
Sigfússon virðist ekki þekkja til, yrkir þá ljóð sem í myndmáli ganga lengra
en nokkur önnur. Annar mikilsháttar höfundur á sjöunda áratugnum, Per
Hójholt, fer alla leið frá módernisma um konkretisma yfir í „kerfisskáldskap“.
Þriðji höfundur sem máli skiptir á þessum tíma, Henrik Nordbrandt, er lík-
lega eitthvert hið óalþýðlegasta skáld sem hugsast getur. Hér er á ferðinni
heil kynslóð með Hans-Jprgen Nielsen í broddi fylkingar. I lok sjöunda ára-
tugarins er dönsk ljóðagerð vitandi vits mjög óalþýðleg og tilraunasinnuð:
skáldin líta á tilraunaljóð sín sem pólitíska starfsemi á nýju sviði, díalektík á
sviði málsins sjálfs. (En þar fyrir utan taka þau oft virkan þátt í pólitík.)
I Norrænum Ijóðum er Inger Christensen eini fulltrúi þessarar stefnu, en
hennar er ekki getið einu orði í formálanum. Vera má að þetta stafi af því
að „kerfisskáldskapur" þessara höfunda hefur ekki orðið til undir norrænum
áhrifum heldur einkum frá frönskum og amerískum skáldskap.
I vali hinna dönsku höfunda í bókinni kemur eins og í formálanum fram
ofmat Hannesar Sigfússonar á ljóðagerð fimmta áratugarins. Inger Christensen
er eins og fyrr segir eini fulltrúi atkvæðamestu skáldanna eftir 1965. Aftur á
móti er Grethe Risbjerg Thomsen og Ove Abildgaard þröngvað inn í úrvalið
með nokkrum afsakandi orðum á bls 20 í formálanum. Frá Heretica-tímanum
eru 6 skáld í bókinni, 2 frá sjötta og 2 frá sjöunda áratug aldarinnar. Enginn
af dönsku skáldunum gaf út fyrstu ljóð sín eftir 1962. Eg skal fallast á það
með Hannesi Sigfússyni að erfitt sé að velja einmitt 10 mikilsháttar Ijóðskáld
frá tíma bókarinnar, en ástæðulaust er að taka þar upp hefðbundin skáld af
eldri kynslóð eins og tvö þau fyrrnefndu. I þeirra stað hefði mátt taka með
ljóð eftir Jprgen Gustava Brandt eða Jprgen Sonne, Jess 0rnsbo, Per Hpjholt
eða Hans-Jprgen Nielsen, það hefði orðið betri kynning á danskri nútíma-