Skírnir - 01.01.1974, Page 239
SKÍRNIR
RITDÓMAR
233
Það er eftirtektar vert að ýms fremstu ljóðskáld þessara ára ortu einnig ágæt
dægurljóð.
En á þessum tíma var einnig uppi annar skáldskapur og önnur skáld, svo
sem Tomas Tranströmer. Hið frjóa og stórbrotna, draumkennda myndmál
hans minnir á rnargan hátt á ljóðagerð Ekelöfs og Lindegrens. Tranströmer
hefur að sínu leyti haft mikil áhrif á seinni skáld og einnig myndlistarmenn.
A sjöunda áratugnum verður ný þróun og umbreyting hins ytra ljóðforms.
Kvæðaval Hannesar Sigfússonar frá þessum tíma er einnig einkar smekklegt.
Nú er þess freistað að notfæra og reyna á möguleika málsins sjálfs. Leiðin
liggur frá einkamáli torráðinna táknljóða til einfaldleika, opinnar og út-
leitinnar ljóðagerðar. Einföld og auðskihn ljóð Sonju Ákessons hafa orðið
víðlesin. Hún fjallar um utangarðsfólkið, þá sem ekki þrífast í þrúgandi vel-
ferð. Oft yrkir hún um hlutskipti húsmóðurinnar heima eða útivinnandi konu.
Hún hefur áhuga á hinum hversdagslegustu af hversdagslegum hlutum, en úr
þessum efnivið yrkir hún bitur, gagnrýnin ljóð. Mikla eftirtekt vakti ljóða-
safn hennar Husjrid (1963). Ur þeirri bók hefur Hannes Sigfússon þýtt
Sjalvbiografi, eitt af hennar allra bestu ljóðum.
Ljóð Björn Hákanssons eiga einnig rætur sínar í veruleikanum, en annar-
staðar en kvæði Sonju Ákessons. Hann neytir meira margbreytilegrar merk-
ingar orðanna; og oft sækir hann sér efni í auglýsingamál, fyrirsagnir, slag-
orð osfrv. Með tímanum hafa Ijóð hans orðið æ pólitískari, stríðið í Víetnam
hafði mikil áhrif á ljóðagerð hans.
Göran Sonnevi, sem verður æ því gleggra að er eitthvert helsta skáld seinni
ára, yrkir einnig pólitísk ljóð. Sonnevi notar sér oft staccato-rytmann úr
nútíma-jass. I ljóðum hans má rekja þróun frá sjálfhyggnu nafnleysi til raun-
hæfrar afstöðu. Kvæði hans Um stríðið í Víetnam (bls 231-3) er dæmi um
seinna stigið í þessari þróun.
Að lokum vil ég lýsa aðdáun minni á góðum smekk og afbragðs vel ortum
þýðingum Hannesar Sigfússonar. Ég fæ ekki séð að hann hafi neinstaðar
gert frumtexta Ijóðanna rangt til.
Ingemar Svantesson
3
I Norrænum ljóðum 1939-1969 tekur Hannes Sigfússon sér fyrir hendur að
gera yfirlit norrænnar ljóðagerðar allt frá stríðsbyrjun og fram undir þennan
dag í því skyni að landar hans geti betur en áður séð „þróun íslenskrar Ijóð-
listar í eðlilegu sambandi við nánasta umhverfi sitt“ (bls 7). Það er því ekkert
smáræðis verkefni sem Hannes Sigfússon fæst hér við. Ekki veit ég heldur um
aðra menn sem tekið hafi sér slík stórræði fyrir hendur, enda sætir útkoma
þessarar bókar miklum tíðindum.
Norska deildin í bókinni hefst með kvæðum eftir Rolf Jacobsen og Claes
Gill og heldur áfram með Tor Jonsson, Paal Brekke, Gunvor Ilofmo, Olav H.
Hauge, Harald Sverdrup, Stein Mehren, Georg Johannessen og Jan Erik
Vold, Tíu skáld eru frá hverju landi, og segir Hannes Sigfússon í formála