Skírnir - 01.01.1974, Page 247
SKÍRNIR
RITDÓMAR
241
lega athyglisvert hvernig gerð er grein fyrir því að höfundur vinni ákveðnum
persónum samúð með því að lýsa atburðum frá þeirra sjónarhorni. Og jafn-
framt megi snúa þeirri samúð til annarra persóna er áður vöktu ef til vill
andúð með því að lýsa öðrum atburðum frá þeirra sjónarmiði. Richard Allen
dregur réttilega í efa að „hrein frásögn“ sé yfirleitt til og rekur skemmtileg
dæmi um það hvernig höfundur laðar lesendur til samúðar og andúðar að vild
sinni. Og hann telur það einmitt eitt mesta afrek höfunda íslendingasagna
hvemig þeir geta látið samúð lesenda sinna sveiflast til með því að breyta
um sjónarhorn frásögunnar. Þá leggur Allen einnig mikið upp úr kristnitök-
unni í Njálu. Hann bendir á að bygging sögunnar breytist úr því að grund-
vallast á tiltölulega stökum atburðum fram að kristnitöku, en eftir það verði
frásögn öll samfelldari.
Þetta atriði tengist umræðunni í fimmta og síðasta kafla bókarinnar, Forrn
and Theme. Þar er einmitt fjallað um mismun heiðins og kristins tíma,
grundvallarmismun lífsviðhorfa þar sem hinn nýi siður leitar eftir sáttum og
jafnvægi, meðan heiðingjarnir leita sífellt hefnda. Kveneðlið í sögunni birtir
venjulegt viðhorf miðaldakristni, konan leiðir til átaka og vandræða, og það á
vissulega við um helstu kvenpersónur Njálu. Njáll er einna fyrstur söguper-
sóna til að taka kristni og hann vill jafnan láta lög ráða úrslitum. En lögin
eru ekki lengur fær um að leysa þann vanda þar sem þau eru orðin að ströngu
formi þar sem ekkert má út af bregða og geta þar með í raun snúist gegn
réttlætinu. Eina lausnin er sáttfýsi og fyrirgefningarandi, og hann sigrar að
lokum.
Sá sem er vel kunnugur Njálu mun kannski ekki finna neinn nýjan sann-
leik í þessari Njálubók. Stundum hættir höfundi til oftúlkunar sem er búin
gildra öllum sem fást við nákvæma sögugreiningu. En margt athyglisvert er þó
að finna í þessari bók, einkum í þriðja og fjórða kafla hennar. Höfundur er
mjög vel lesinn í öllum ritum er varða Njáls sögu sérstaklega, og gildir það
raunar um íslendingasögur almennt. Eina kórvillu gerir liann sig þó sekan um
þegar liann heldur því fram í aukasetningu að Ari fróði hafi verið latínuhöf-
undur. Bágt er að skilja hvaðan höfundi kemur sú bábilja.
Njörður P. NjarSvík
VILHJÁLMUR I>. CÍSLASON:
BLÖÐ OG BLAÐAMENN 1773-1944
Almenna bókafélagið 1972
Þáttur ríkisútvarpsins í íslenzkri menningarsögu er þegar orðinn mikill og
merkur. En aldrei hefur sú virðulega stofnun samt skipað veglegri sess sem
alþýðufræðari og akademía almennings en fyrsta áratuginn.
Fyrr en nokkurn varði voru nokkrir öndvegismenn orðnir sem vinir og
lærimeistarar allrar þjóðarinnar, sumir fjölfróðir og alhliða, aðrir á þrengra
16