Skírnir - 01.01.1974, Page 252
246
RITDÓMAR
SKÍRNIR
vitnað til annarra indóevrópskra tungna, svo að ritgerðin er líka harla lærdóms-
rík að þessu leyti.
Eg skal svo ekki lengja þessa ritfregn öllu meir, en vænti þess að þeir ís-
lenzkir málfræðingar, sem áhuga hafa á þessum fræðum, kynni sér þessa
merku grein Torps, sem lengi hefur verið ófáanleg, en er nú komin út í bókar-
formi; og þökk sé Gösta Holm og forlaginu sænska fyrir einkar þarfa og mynd-
arlega útgáfu.
Ásgeir Blöndal Magnússon
M. I. STEBLIN-KAMENSKIJ:
KULTURA ISLANDII
(Menning Islands)
Izdatel’stvo Nauka. Leningrad 1967
Þessi bók Steblin-Kamenskijs er alþýðlegt fræSirit eða öllu heldur yfirlitsrit
um íslenzka menningu. Höfundur skilgreinir sjálfur markmið sitt þannig:
„Þessi bók er tilraun til að aSskilja og einkenna þaS, sem er frumlegast í ís-
lenzkum menningararfi. Því er ekki í henni kerfisbundið yfirlit um sögu ís-
lenzkrar menningar í öllum atriðum. - Sérkenni bókarinnar felast einnig í
því, að hún er ætluð öllum þeim, sem áhuga hafa á menningar- og bókmennta-
sögu, en ekki eingöngu lærðum sérfræðingum“ (bls. 3).
Bókin skiptist í sex kafla. Þeir eru þessir: Raunveruleikinn (bls. 5-37);
Málið (bls. 38-59); Goðsagnir (bls. 60-87); Skáldskapur (bls. 88-119); Saga
(bls. 120-149); og Þjóðsögur (bls. 150-171). í lok bókarinnar eru athuga-
semdir og tilvitnanir (bls. 172-182) og fyrir bókinni er stuttur formáli (bls.
3-4).
Það er íslendingum lærdómsríkt að kynnast, hverjum augum útlendingar
líta á land og þjóð. Á það einnig við um þessa bók Steblin-Kamenskijs, sem
skrifuð er af sérstakri velvild í garð lands og þjóðar og lotningu fyrir ís-
lenzkri menningu og menningararfi. Kaflinn „Raunveruleikinn“ er að þessu
leyti lærdómsríkur. Höfundur telur hraunbreiðurnar sérkennilegastar fyrir ís-
lenzkt landslag (bls. 6) og leggur áherzlu á hina ósnortnu náttúru (bls. 7-8).
Túnin telur hann einu merki um áhrif mannsins á náttúruna (bls. 8). Sennilega
mundu Islendingar vera þarna á allt öðru máli, og a. m. k. hefur þetta mikið
breytzt á síðustu árum, vegna vegagerðar, framræslu mýra, virkjunarfram-
kvæmda á hálendinu o. s. frv. Þá leggur höfundur mikla áherzlu á gildi ein-
staklingsins í hinu íslenzka þjóðfélagi (bls. 9) og telur íslendinga sérstak-
lega heiðarlegt fólk (bls. 10). í seinni hluta kaflans gefur höfundur sam-
þjappað og greinargott yfirbt yfir sögu landsins frá landnámsöld til þessa
dags og dregur saman helztu kenningar um uppruna Islendinga. I ljósi þess-
arar sögu skýrir hann ást íslendinga á handritunum og mikilvægi þeirra fyrir
þjóðina.